Í fréttum í ruv.is kom fram að heyrnarmæla þarf öll nýfædd börn. Heyrnarmælingar hjá börnum fara fyrst skipulega þegar börnin eru í 6 ára bekk. Yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands segir að það sé of seint, því heyrnarskert barn sem fær ekki aðstoð, missi talsþroska og geti þjáðst félagslega. Frá því í apríl í fyrra hefur verið unnið tilraunaverkefni hjá HTÍ og landsspítalans þar sem nýfædd börn eru heyrnarmæld. Í fréttinni kom fram að þrjú nýfædd börn hafa greinst mjög heyrnarskert.
Í fréttablaðinu í dag var stutt viðtal við Margrét Gígju Þórðardóttur starfsmann í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hún segir að ...
Það ætti að leyfa öllum heyrnarskertum börnum að verða tvítyngd með íslensku og táknmál sem sín móðurmál.
og er sammála um að nauðsynlegt að greina heyrnarlaus börn fyrr. Margrét Gígja bætir við í fréttinni að ...
Það er þó ekki nóg að börnin fái heyrnartæki eða kuðungsígræðslu. Við verðum að muna að börnin heyra samt ekki allt. Því getur táknmálið hjálpað þeim, sér í lagi ef heyrnin versnar með aldrinum." Hún segir getu í táknmáli auk þess bæta kunnáttu þeirra í íslensku.
Ég er Margréti Gígju alveg sammála. Nauðsynlegt er að kenna heyrnarskertum börnum táknmál og fjölskyldum þeirra líka. Eins og ég nefndi í síðasta blogginu mínu að það er betra kostur fyrir börnin að læra táknmál sem myndi styrkja þá á lífsleiðinni. Börnin yrðu tvíyngd og hefðu val á hvaða mál myndu þau nota síðar.
Íslensk stjórnvöld þurfa að viðurkenna táknmál sem móðurmál heyrnarlausra.
Fréttin á ruv.is
Táknmál | Breytt 12.9.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í frétt í fréttablaðinu og í visir.is í fyrradag var sagt frá að tæp 60 íslensk börn undir sex ára aldri eru heyrnarskert án þess að hafa verið greind sem slík. Meðalaldur barna sem greinast á árunum 2002-2006 er fimm ár, sem er of hár aldur.
Í fréttinni er sagt
Þegar börn greinast svona seint þurfa þau að öllum líkindum að glíma við félagsleg vandræði og erfiðleika í málþroska. Ef þau greinast hins vegar strax við fæðingu er hægt að grípa til aðgerða eins og kuðungsígræðslu eða heyrnartækis. Það fyrirbyggir nánast allan vanda í framtíðinni.
Ekki á eingöngu að hugsa um að gefa barninu heyrnartæki eða kuðungsígræðslu. Og ekki á bara að einbeita að kenna barninu að tala. Það er svo margt sem fylgir því að vera heyrnarskertur. Ég gæti vel trúað að flestir foreldrar vona ekki að barnið þeirra sé heyrnarlaus og horfast ekki við þá staðreynd er svo er.
Hér þarf að koma ákveðinn ferli ef barn er greint heyrnarlaus eða heyrnarskert eða verkferli sem byggist á samvinnu fagaðila með greiningum, meðferð, ráðgjöf og stuðning. Börnin þurfa mikinn stuðning, bæði frá foreldrum sínum, fjölskyldu og fagfólki. Það er kostur að kenna börnin táknmál og foreldrum þeirra. Þetta gæti komið í veg fyrir einangrun. Einnig að barnið gæti valið það mál sem það vill nota, t.d. hvort það myndi vilja fá táknmálstúlk til að fyrirbyggja misskilning og auka aðgengi barnsins seinna á lífsleiðinni.
Það er mjög mikilvægt að barnið sé greint heyrnarlaus eða heyrnarskert eins fljótt og mögulegt sé. Ég fagna átaks hjá HTÍ með fimm daga greiningu frá fæðingu sem er tilraunarverkefni í samstarfi við Landspítalann og í fréttinni segir að það hefur verið gert í Reykjavík en ekki út á landi.
Fréttin á visir.is hér.
Táknmál | Breytt 12.9.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var með gamalt ökuskírteini og þurfti að endurnýja svo ég gæti keyrt erlendis á þeim skírteini. Ég fór að skoða á vefnum um útgáfu ökuskirteinis. Þar rakst ég á reglugerð um ökuskírteini nr. 501/1997.
1. Í reglugerðinni í 21. grein kom meðals annars fram ...
Ökuskírteini má aðeins veita þeim sem sér og heyrir nægilega vel og er að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega. Nánari ákvæði um heilbrigðisskilyrði til að öðlast ökuskírteini koma fram í II. viðauka.
2. Í viðauka II kemur m.a. fram ...
B. Heyrn.
Gefa má út eða endurnýja ökuskírteini fyrir umsækjendur eða ökumenn í hópi 2 á grundvelli álits þar til bærs læknis. Við læknisskoðun skal tekið tillit til möguleika á leiðréttingu.
3. Í viðauka V, er rætt um tilhögun ökuprófs og þar kemur m.a. fram ...
Próftaka sem vegna sérstakra ástæðna, sem leggja skal fram gögn um, svo sem lesblindu, heyrnar- eða málleysis eða þess að harm á að öðru leyti erfitt með að tjá sig, getur ekki gengist undir venjulegt skriflegt eða munnlegt próf má vísa í sérstakt próf þar sem prófdómari eða annar tilkvaddur aðstoðarmaður, þó ekki ökukennari, veitir aðstoð við að leggja fram spurningar eða koma svörum á framfæri.
Fram til ársins 1964 máttu Döff ekki aka bíl eða hafa ökupróf á Íslandi. Eftir 1964 fengu Döff bílpróf eins og hver aðrir. Alls staðar í heiminum hafa Döff bílpróf með góðum árangri og eru með þeim betri ökumenn, þar sem Döff nota sjónina meira.
Óljóst er í reglugerðinni um hvað þýðir "heyrir nægilega vel". Ég veit ekki hvernig læknir getur metið að Döff heyrir nógu vel til að fá ökuskírteini eða hvernig getur hann lagt mat á því að Döff fengi ökuskírteini eða getur læknir ekki mælt með Döff fengi ökuskírteini vegna þess að hann er heyrnarlaus. Flestallir Döff eru líkamlega hæfir og andlegir til aksturs bifreiða. Einnig er óljóst hvað er átt við "möguleikar á leiðréttingu" í reglugerðinni í viðaukanum II. Ekki kemur fram í reglugerðinni skilgreining á hópi 2 undir liðnum B. Heyrn í II. viðauka, né skilgreining á hópi 1 undir sömu lið. Í viðaukanum V um ökupróf þyrfti að vera táknmálstúlkur þegar Döff eru að taka próf. Hver sem er, getur ekki verið túlkur fyrir Döff eða heyrnarskerta í prófinu. Hvernig getur prófdómari metið prófið ef hann skilur ekki táknmál og hvernig getur Döff tekið próf ef einhver aðstoðarmaður sem kann ekki táknmál er að reyna að túlka. Og Döff eru ekki mállausir.
Er þessi reglugerð komin til ára sinna eða gölluð? Eða gleymdist að skoða þetta betur og leiðrétta í takt við tímann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.9.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á laugardaginn var útskrifaði Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, á Keflavíkurflugvelli sína fyrstu nemendur. Runólfur Ágústsson, rektor skólans sagði í útskriftarræðu sinni að allir ættu að hafa aðgengi að menntun en það væri mjög dýrt fyrir skóla hans að þurfa að borga táknmálstúlk fyrir heyrnarlausa nemenda. Skólinn hans er nýr og er að hefja sitt annað starfsár núna í haust. Þannig hefur skólinn hans ekki mikla peninga til að borga túlkunarkostnað. Runólfur sagði að allir ættu að hafa aðgengi að menntun og hélt hann sjálfur vera svo þar til heyrnarlaus (Döff) nemandi kom inn í skólann.
Hér er brot af ræðunni hans.
Njóta allir jafnréttis til háskólanáms? Svo hafði sá sem hér stendur í einfaldleika sínum haldið, þar til fatlaður nemandi sótti nýlega um háskólanám við þennan nýja skóla sem ekki hefur yfir miklum eða digrum sjóðum að ráða. Þá kom í ljós að skólinn, í þessu tilfelli Keilir, þyrfti sjálfur að kosta nauðsynlega túlkaþjónustu við umræddan nemanda, sem er heyrnarlaus. Sá kostnaður skiptir milljónum króna á ári.
Runólfur velti fyrir sér um í hvaða stöðu eru skólar til að taka inn Döff. Og honum finnst ekki vera jafnréttindi Döff til náms þar sem skólar þurfa að bera allan túlkunarkostnað. Hann taldi vera siðlaust ef skóli hafnaði umsókn frá Döff nemenda, þar sem ekki eru til peningar til að greiða túlkunarkostnað.
Runólfur sagði í ræðunni sinni aðOg staðan er sú að ef við fengum í dag aðra umsókn frá öðrum jafn hæfum umsækjanda með svipaðar þarfir, þyrftum við að hafna þeirri umsókn vegna þess að við hefðum einfaldlega ekki fjárhagslega burði til að taka inn þann nemanda. Þessi staða er óviðunandi, þetta er óréttlátt og stríðir gegn jöfnun og sjálfsögðum rétti fatlaðra til náms á við aðra.
Þessi ræða er mjög umhugsunarvert. Það er að sjálfsögðu óréttlæti ef Döff nemandi sem vill fara í nám, en sé hafnað á þeirri forsendu að skólinn þarf að bera allan túlkunarkostnað.
Fyrir meira en áratug ætlaði ég í háskólanám við Háskóla Íslands. Fékk upplýsingar frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra að skólar sjálft borgir túlkunarkostnað úr sjóði sínum. Staðan virðist vera eins í dag.
Fréttin á visir.is
Ræðu rektors Keilis má finna hér.
Fyrsta útskrift Keilis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heyrnarlausir | Breytt 12.9.2008 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Undir lok júní sl. setti FCC (ísl. Bandaríska Fjarskiptastofnun) söguleg reglugerð sem breytir lífi Döff (heyrnarlausra) í Bandaríkjunum að hver og einn Döff myndi hafa 10 stafa stafræn símanúmer sem er svipað og önnur símanúmer. Myndsímatúlkunarmiðstöð getur greint kallið sem kemur frá Döff með stafræna númerið.
Oft er vandamálið þegar heyrandi (til dæmis einhver úr banka eða vinnuveitandi) hringir í Döff, þá veit heyrandi stundum ekki að hann er að hringja í Döff og nær þannig ekki í sambandi ef hann hringir beint í númerið hans Döff. Oft leysist það vandamál ef heyrandi veit að þetta er Döff og þarf að hringja í eitt númer sem er myndsímatúlkunarmiðstöð og þarf að hafa tvö símanúmer við hendina, þ.e. símanúmer sem Döff er með og símanúmer myndsímatúlkunarmiðstöð. Annað vandamál hjá Döff er með IP númer sem getur breyst, ef skipt er um þjónustuaðila eða mótald er endurræst eða Döff eru með númer til bráðabirgða. Nú er þetta úr sögunni.
Kerfið virkar þannig að heyrandi þarf aðeins að muna eitt númer eða númerið hjá Döff viðmælanda. Heyrandi eða sá sem talar talmál í símanum hringir í númerið Döff, þá tekur myndsímatúlkunarmiðstöð við og hringir áfram í Döff. Döff svarar og sér táknmálstúlkinn á skjánum fyrir framan sig. Þannig getur heyrandi og Döff talað án nokkurs hindrun. Sama má segja þegar Döff er að hringja í númerið heyrandi, þá fer beiðni til myndsímatúlkunarmiðstöð og hringir svo áfram og þá sér Döff að númerið hringir hjá heyrandi og túlkurinn túlkar hvað fer á milli þeirra. Með nýju 10 tölu stafræn númerin, getur myndsímamiðstöð greint símtalið og bregst þannig við að túlka samtalið. Einnig geta Döff hringt beint í neyðarnúmerið 911 (svipað 112) með nýju númerin. Þetta er mikill bylting fyrir Döff í Bandaríkjunum. Aðgengi Döff í Bandaríkjunum verður ennþá betri.
Það yrði draumur ef slíkt yrði að veruleika á Íslandi. Hér á Íslandi eru til textasímamiðstöð sem túlkar aðeins á ákveðnum tíma og í gegnum MSN. Döff getur þannig hringt í gegnum textasímamiðstöð til heyrandi, en ekki öfugt sem er ókostur. Greinilega erum við Íslendingar mjög aftarlega í þróun tæknimála hjá Döff notendahópi.
Sjá slóð hér og nánari upplýsingar.
Upplýsingar um myndbandasímatúlkun í Bandaríkjunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í gær kom fram á www.visir.is að einn af hverjum þremur fullorðnum Bandaríkjamönnum þjáist nú af skertri heyrn. Reiknað er með að heyrnarskemmdir verði eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar á næstu árum. Vísindamenn við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum segir að 55 milljón Bandaríkjamanna hafi skerta heyrn í öðru eða báðum eyrum og telja að 29 milljón manns geti ekki greint talað mál. Þannig má segja að 10% af þjóðinni geti ekki greint talað mál og eru þannig heyrnarlausir eða heyrnarskertir.
Sjá frétt hér á visir.is.
Heyrnarlausir erlendis | Breytt 12.9.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2008
Bætt aðgengi fyrir heyrnarlausa í flugi
Það er tímabært að sett hefur verið reglugerð um vernd og aðstoð við fatlaða farþega í flugi. Það þýðir að rekstraraðilar flugvalla og flugrekendur veiti þessum farþegahópi nægilega aðstoð og sporna þannig gegn mismunun gagnvart þeim. Reglugerðin tekur til flugs innan landa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.
Þetta nær líka til heyrnarlausa. Heyrnarlaus farþegi getur látið vita af sér við pöntun flugfars. Þurfa heyrnarlausir að fá aðstoð? Svarið er já. Aðallega eru upplýsingar sem heyrnarlausir þurfa að fá á flugvöllum og um borð í flugvélum á aðgengilegu sniði.
Hér er dæmi: Á Reykjavíkurflugvelli er farþegum kallað út í flugvélar. Þar eru skjáir sem voru ekki alltaf uppfærðir. Það eru dæmi um að heyrnarlaus farþegi vissi ekki um að kallað sé út í vél hans. Hér þurfa starfsmenn að láta farþegann vita af þessu.
Sennilega verður tækni meiri í framtíðinni þegar komið er upp "Airshow" og/eða einstaklingsskjá sem sýnir flugtímann o.s.frv.
Ef eitthvað er að, þá þarf að tilkynna til Flugmálastjórnars Íslands og þar geta heyrnarlausri leitað réttar síns.
Frétt Samgönguráðuneytis.Fatlaðir fljúgi áreynslulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í síðustu viku var ég á ferðalagi á suður og austurlandi. Fyrst gistum við í Skaftafelli. Þá komum við í Skaftastofu og var þar ýmis fróðleikur að finna um Þjóðgarðinn. Þá var sýndur myndband um gosið í Vatnajökul árið 1996 sem heita: "Gosið í Gjálp og Skeiðarárhlaupið 1996" stytt útgáfa af mynd sjónvarpsmannanna Páls Benediktssonar og mynd Magnúsar Magnússonar "Náttúra Skaftafells". Hann var sýndur ótextað. Ég nennti því ekki að horfa á myndina þar sem mér finnst leiðinlegt að sjá myndina án texta þegar þulur er bakvið myndina. Hún er því óaðgengileg fyrir heyrnarlausa. Þjóðgarður er fyrir alla og er opinn öllum. Hann á að vera aðgengilegur.
Tveimur dögum síðar var ég á ferð um Kárahnjúkavirkjun. Stoppaði í Végarði í Fljótsdal sem er gestastofa Landsvirkjuna. Hægt er að fræðast um framkvæmdir á svæðinu, byggingu Kárahnjúkavirkjunar í máli og myndum, skoða líkan af svæðinu og ýmislegt fleira. Þar var sýndur myndband um Kárahnjúkavirkuna, og ég tók eftir að hægt væri að velja íslensku, ensku og eitt annað tungumál. Ég sá að maðurinn ýtti á íslensku en þar var enginn texti á því sem gæti gagnast heyrnarlausum og heyrnarskertum. Ég fann að ég hafði ekkert gagn af þessu. Þetta er líka óaðgengileg fyrir heyrnarlausa.
Fyrir hverja er myndböndin? Er hún bara fyrir heyrandi? Þurfa heyrnarlausir ekki að láta í sig heyra? Allavega mun ég ekki sætta mig við þetta. Ég gerir eitthvað í málinu.
Ég veit að Þingvellir eru með fræðslustofu og þar er textað sem er mjög gott mál og vona að fleiri opinber stofnanir og þjóðgarðar og aðrir taki Þingvellir sér til fyrirmyndar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um daginn fékk ég lánað kvikmyndina 101 Reykjavík á DVD diski úr bókasafni. Þetta er íslenskt kvikmynd sem er eftir Baltasar Kormák, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason. Hún var framleidd á árinu 2000. Á DVD diskinu kom fram að myndin sé með íslenskan texta, enskan texta, norskan texta. Þetta var stórfínt og hlakkaði ég til að horfa á myndina og valdi íslenskan texta.
Íslenskur texti: Í byrjun myndarinnar er sonur og móðir að tala saman á íslensku. Þá var enginn texti. Eftir um skamma tíma kemur kona í heimsókn sem tala annað mál en íslensku og kom þá texti. Síðar fer sonurinn að hitta félaga sína og dettur íslenskur textinn niður. Það var skrítið. Svo ég gafst upp og ákvað að skipta um texta yfir á ensku.
Enskur texti: Í byrjun myndarinnar er sonur og móðir að tala saman á íslensku. Þá var texti. Eftir um skamma tíma kemur kona í heimsókn sem tala annað mál en íslensku og dettur textinn þá niður. Síðar fer sonurinn að hitta félaga sína og kemur textinn aftur upp. Það var skrítið. Svo ég gafst upp og ákvað að skipta um texta yfir á norsku.
Norskur texti: Í byrjun myndarinnar er sonur og móðir að tala saman á íslensku. Þá var texti. Eftir um skamma tíma kemur kona í heimsókn sem tala annað mál en íslensku og er textinn áfram. Síðar fer sonurinn að hitta félaga sína og er ennþá textinn. Þá horfði ég á bíómyndina með norskum texta sem var textaður allan tímann. Sennileg hefð textinn dottið niður ef talmálið væri norska.
Niðurstaðan: Myndin er óaðgengileg fyrir heyrnarlausa. Ef íslenskan er töluð, er ekki boðið upp á íslenskan texta og sömuleiðis ef talmálið er enska eins og kom fram sums staðar á myndinn þá kom íslenskur texti. Þetta er skrítin hugsun, þar sem ekkert er gert ráð fyrir að heyrnarlausir og heyrnarskertir myndu horfa á myndina. Hefur enginn mótmælt þessu á sínum tíma? Það væri fróðlegt að vita hvort nýju myndirnar væru með fullan texta. Nú er árið 2008 og hugsun er um aðgengi fyrir alla.
Textun | Breytt 12.9.2008 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)