Myndi Keilir hafna öðrum heyrnarlausa nemenda?

Á laugardaginn var útskrifaði Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, á Keflavíkurflugvelli sína fyrstu nemendur. Runólfur Ágústsson, rektor skólans sagði í útskriftarræðu sinni að allir ættu að hafa aðgengi að menntun en það væri mjög dýrt fyrir skóla hans að þurfa að borga táknmálstúlk fyrir heyrnarlausa nemenda.    Skólinn hans er nýr og er að hefja sitt annað starfsár núna í haust.   Þannig hefur skólinn hans ekki mikla peninga til að borga túlkunarkostnað.   Runólfur sagði að allir ættu að hafa aðgengi að menntun og hélt hann sjálfur vera svo þar til heyrnarlaus (Döff) nemandi kom inn í skólann.

Hér er brot af ræðunni hans.
Njóta allir jafnréttis til háskólanáms? Svo hafði sá sem hér stendur í einfaldleika sínum haldið, þar til fatlaður nemandi sótti nýlega um háskólanám við þennan nýja skóla sem ekki hefur yfir miklum eða digrum sjóðum að ráða. Þá kom í ljós að skólinn, í þessu tilfelli Keilir, þyrfti sjálfur að kosta nauðsynlega túlkaþjónustu við umræddan nemanda, sem er heyrnarlaus. Sá kostnaður skiptir milljónum króna á ári.

Runólfur velti fyrir sér um í hvaða stöðu eru skólar til að taka inn Döff.   Og honum finnst ekki vera jafnréttindi Döff til náms þar sem skólar þurfa að bera allan túlkunarkostnað.   Hann taldi vera siðlaust ef skóli hafnaði umsókn frá Döff nemenda, þar sem ekki eru til peningar til að greiða túlkunarkostnað. 

Runólfur sagði í ræðunni sinni að

Og staðan er sú að ef við fengum í dag aðra umsókn frá öðrum jafn hæfum umsækjanda með svipaðar þarfir, þyrftum við að hafna þeirri umsókn vegna þess að við hefðum einfaldlega ekki fjárhagslega burði til að taka inn þann nemanda. Þessi staða er óviðunandi, þetta er óréttlátt og stríðir gegn jöfnun og sjálfsögðum rétti fatlaðra til náms á við aðra. 

Þessi ræða er mjög umhugsunarvert.  Það er að sjálfsögðu óréttlæti ef Döff nemandi sem vill fara í nám, en sé hafnað á þeirri forsendu að skólinn þarf að bera allan túlkunarkostnað.  

Fyrir meira en áratug ætlaði ég í háskólanám við Háskóla Íslands.   Fékk upplýsingar frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra að skólar sjálft borgir túlkunarkostnað úr sjóði sínum.   Staðan virðist vera eins í dag. 

Fréttin á visir.is
Ræðu rektors Keilis má finna 
hér. 


mbl.is Fyrsta útskrift Keilis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gott svona málum :-S

steinunn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband