23.9.2008
Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala
Ég rakst á skemmtilega frétt í visir.is undir fyrirsögnina "Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala", þar sem farsímanotendur í Bandaríkjunum nota meira SMS skilaboð en þeir tala í símann. Að meðaltali sendi Bandaríkjamaður 65 SMS skilaboð á mánuði árið 2006, en nú er fjöldi skilaboða 357 á mánuði á árinu 2008. Fyrst voru SMS skilaboð vinsæl í Asíu og Evrópu vegna þess að víða þar var ódýrari að nota SMS en að tala í símann.
Nú er verið að bjóða upp á ódýra SMS-áskrift þar sem er ótakmarkað fjöldi SMS skilaboð fyrir aðeins 1.800 mánuði í Bandaríkjunum. Verður það í boði á Íslandi ?
Fréttin á visir.is
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í nýju grein í Fortune Small Business er talað um heyrnarlausa starfsmenn á vinnustað. Eigandi Image Microsystems, í Texas í Bandaríkjunum byrjaði að ráða nokkra heyrnarlausa nemendur á árinu 2004 úr Texas School for the Deaf og hefur bætt við fleirum heyrnarlausum. Hann er mjög ánægður með þá. Fyrirtækið sér um að gera við og endurnýja tölvuhlutir. Eigandinn segir að heyrnarlausir starfsmenn eru mjög góðir, eftir þeir voru ráðnir hefur fyrirtækið hans vaxið og dafnað og salan hefur nær tvöfaldast. Eigandinn er með táknmálstúlk í starfsliðinu.
Svo sagði hann í viðtalinu:
"Disabled workers are better than regular employees," says Abadi. "They are more committed and like their jobs better. Other companies just need to give them a chance."
Grein má sjá hér.
18.9.2008
Samskiptatækni Viable í Bandarísku blaði
Í nýjasta tölublaði Fortune Small Business í Bandaríkjunum - er fjallað um Viable myndsímann, sem er hannað af heyrnarlausum. Á forsíðu blaðsins er mynd af Jason T. Yeh, einn af framkvæmdastjóra Viable sem sýnir Viable VPAD myndsímann. Það er mikill heiður fyrir heyrnarlausa og samskiptatækni heyrnarlausa að fá umfjöllun á forsíðu blaðsins. Hægt er að sjá greinina á internetinu hér.
Nú er Viable líka komin til Evrópu. Fimmtán lönd eru að stefna að því að vinna að því að dreifa Viable í Evrópu. Meðals annars er Frakkland, Belgía, Sviss, Bretland komnir í vinnu við að fá sjóð til myndsímatúlkunar vegna Viable. Ísland er komin í hópnum til að undirbúa við að selja Viable á Íslandi og verður það einhvern tíma eftir jól að þessi tæki eru skv. evrópskum kröfum. Ég tel að Viable verður mjög útbreidd í heiminum til langs tíma þar sem það er í samkeppnisforskoti og býður upp á betri möguleika fyrir heyrnarlausa.
Fortune Small Business er hluti af CNN og er ein stærsta viðskiptatímarit í Bandaríkjun. Það var með forsíðugrein um fatlaða frumkvöðul í tæknimálum. Viable var nefnt vegna þess að það hefur sýnt mikinn árangur vegna myndsímatúlkunar í Bandaríkjunum og þróun myndsíma af eigendum sem eru heyrnarlausir og er fyrirtækið rekið af heyrnarlausum. Markmið Viable er lausn á samskiptatækni heyrnarlausa og bjóða upp á myndsímatúlkun og ýmsa þjónustu tengt því.
Smá úrdráttur úr greininni.
Jason (24) og faðir hans John (61) höfðu nýlega selt fjölskyldufyrirtæki sem sá um hugbúnaðþróun. Þeir eru heyrnarlausir. Fengu styrk frá stjórnvöldum til að koma af stað fyrirtækið Viable og starfsemi þess með 1,5 milljón USD í höfuðstól. Þeir höfðu aðgang að ódýru og reyndu starfsliði og þekktu markaðinn mjög vel. John og Jason - starfsmenn þeirra og margir hugsanlegir viðskiptamenn þeirra - eru heyrnarlausir. Viable framleiðir fyrsta myndsíma sem er hönnuð, smíðuð, selt og dreift eingöngu af heyrnarlausum og heyrnarskertum.
Myndsímatúlkunarmiðstöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Bandaríkjunum. En Jason og John fundu veiklleika í viðskiptaáætlun Sorensen sem er samkeppnisaðili þeirra. Sorensen fyrirtækið er rekið af heyrandi. Heyrnarlausir myndu skilja markaðinn betur. John segir að þau sáu fyrir sér möguleika á nýju fyrirtæki á sviði samskiptatæknis. Þeir byrjuðu á að bjóða upp á betri myndsímatúlkun, réðu bestu táknmálstúlka og buðu upp á betri starfskjör. Markmið er að vera í samskeppnisforskoti. Árangur af því vinnu er nýr Viable VPAD síminn sem kostar um 699 USD sem er tæki sem hægt er nota sem myndfundarbúnað og var tækið fyrst kynnt í janúar 2008. Þeir ákváðu að koma með hugmynd um ný tæki sem væri ekki eins og samskeppnisaðili er að bjóða upp á. Viable VPAD er eins og lítill fartölva með snertiskjá og með WiFi þráðlausa nettengingu, USB tengingu og þannig er hægt að nota hvar sem er þar sem nettenging er í boði.
Fréttin á CNNMoney.com
Símamál heyrnarlausra | Breytt 19.9.2008 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1991 var komið upp textasímamiðstöð hjá Landsímanum, í ritsímadeildinni. Þá hafði verið rætt um textasímamiðstöð á Alþingi. Landssíminn var þá eina símafyrirtæki á Íslandi og í eigu ríkisins. Textasímamiðstöðin var opin allan sólarhringinn í upphafi og var mikið notuð fyrstu árin. Heyrnarlausir gátu þá hringt í textasímamiðstöð til að hafa samband við fyrirtækin og fjölskyldu sína. Í gegnum textasímann voru heyrnarlausum einstaklingum veitt margvísleg símaþjónusta sem kann að vera örðugt fyrir þá að verða sér út um sjálfir án þess að hafa túlk. Dæmi: að panta tíma hjá lækni, fá ýmsa upplýsingar hjá fyrirtækjum, stutt samtal við fjölskyldumeðlima o.s.frv. Þá voru heyrnarlausir ekki háðir því að biðja ættingja eða foreldra sína að hringja fyrir sig og túlka. Nú gátu heyrnarlausir séð um samskiptin sjálf. Einnig gátu heyrandi hringt í textasímamiðstöð og svo hringt heyrnarlausa ef heyrandi veit hvað er símanúmerið.
Nú er textasímamiðstöð ekki eins mikið notuð eins og áður var. Hvað gæti valdið því? Ég hef ekkert svar við því en vangaveltur er um hvort sé vegna þess að starfsfólk voru ekki sérstaklega þjálfaðir í að greina stafsetningu heyrnarlausra eða hefur ekki þekkingu á menningu heyrnarlausra eða ekki þjálfaðir í að túlka samtöl. Eða vegna þess að tækni er alltaf að verða betri. Eða að heyrnarlausum hafa meiri aðgang, t.d. geta þau sent tölvupóst sjálf eða notað þjónustuspjall beint við fyrirtækin. Þá má benda á að tæknin er alltaf að verða betri. Tækni sem var sjálfsagt í fyrra gæti verið ekki eins góð í dag.
Heyrnarlausir gátu fyrst haft símasamskipti í gegnum textasíma á Íslandi á árinu 1985 með tilkomu Minicom sem er Bandarískur textasími með ensku lyklaborði. Hver og einn heyrnarlaus fékk tvo síma ókeypis og var það mikið notað allt til ársins 1993.
Árið 1993 var farið að nota tölvu og samskiptaforrit til að tala í síma sem Síminn lét þýða á íslensku. Skjámi nýtt forrit kom svo á árinu 1999. Einhvern veginn fór svo að tækni sem voru góð áður, eru úrelt í dag, því nú eru margir komnir með ADSL og búnað í tengslum við það.
Þá eru margir heyrnarlausir komnir með MSN og ritsíminn fór að nota það. Eftirspurn eftir þjónustu textasímamiðstöðvar fór minnkandi og fór svo að þjónustutíminn varð styttri en áður var. Á árinu 2005 var ritsíminn seldur og tók Síminn þá við textasímamiðstöðina. Þá var haldið áfram með þjónustu sem veitt er með notkun MSN forritsins og er þjónusta opin daglega allan daginn. Galli er að aðeins geta heyrnarlausir hringt í gegnum textasímamiðstöð en ekki geta heyrandi hringt í þá. Á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra er í boði símatúlkun fyrir þá sem vilja koma og nýta sér með því að heimsækja á ákveðnum tíma.
Hér er ljóst að það vantar stefnu í símatúlkun fyrir heyrnarlausa á Íslandi. Óljóst er hvort Síminn ætli að sjá um textasímamiðstöðina áfram eða hvort myndsímatúlkun tekur við textasímatúlkun og þá er spurningin hver á að borga þetta þegar Síminn er ekki lengur í eigu ríkisins. Æskilegast væri að túlkurinn væri menntaður túlkur sem gæti búað bil á milli heyrnarlausa og heyrandi. Ekki er veittur sérstakur fjármagn til reksturs myndsímamiðstöð. Í Bandaríkjunum er til textasímamiðstöð sem er opin allan sólarhringinn og svo er til myndsímatúlkun sem er líka opin allan sólarhringinn. Hver og einn sem notar síma í Bandaríkjunum þarf að greiða ákveðinn hlutfall í sjóð sem sér um að greiða myndsímatúlkun og textasímamiðstöð í Bandaríkjunum. Dæmi má nefna að allir símeigendur þurfa að greiða 1 krónur af hverri símtal, sem rennur í þennan sjóð. Í Englandi hefur heyrnarlaus frumkvöðull farið af stað myndsímatúlkunarmiðstöð með góðum árangri.
Ég vona að það komi til þess að gera verður stefnu um símatúlkun fyrir heyrnarlausa um hvort myndsímatúlkun myndi taka við og hver á að sjá um slíka þjónustu. Ég er mjög hrifinn af myndsímatúlkun og tel að þetta sé framtíðarlausnin. Þetta er mjög mikilvæg þjónusta fyrir heyrnarlausa sem er samskiptabrú á milli heyrnarlausa og heyrandi.
Símamál heyrnarlausra | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tel að heyrnarlausir vilja standa jafnfætis heyrandi í samskiptum. Sú tækniþróun sem orðið hafi í gegnum tíðina skipti heyrnarlausa miklu máli. Heyrnarlausir eiga ekki í vandræðum með að eiga samskipti hvert við annað, en vandamál skapist hins vegar í samskiptum við heyrandi. Heyrnarlausir noti sms-skilaboð mikið en ekki geti allir heyrandi tekið á móti slíkum skilaboðum. Heyrnarlausir nota líka 3G síma mikið. Margt eldra fólk hafi til að mynda ekki tileinkað sér þá tækni. Heyrnarlausir nota mikið MSN-tækni, en vissulega ekki allir. Ef heyrnarlausir ætli að hafa samband við fyrirtæki verði þeir að nota túlk.
Í fyrra var stór stund í sögu heyrnarlausra. Þá tók Síminn þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) formlega í notkun á höfuðborgarsvæðinu í byrjun september 2007 og gátu allir sem eiga 3G farsíma og skipta við Símann notfært sér það. Með 3G kerfinu geta viðmælendur séð hvorn annan á meðan þeir tala saman. Þá gáfu Síminn heyrnarlausum nýja 3G síma og voru heyrnarlausir með þeim fyrstu sem notuðu 3G símann. Myndsímtöl með 3G gerðu heyrnarlausum í fyrsta sinn kleift að tala saman á táknmáli í gegnum farsíma en hingað til höfðu farsímar einungis nýst þeim til SMS-sendinga. Þessi þjónusta hefur verið mikið notuð meðal heyrnarlausra þar sem 3G hefur verið tekið í notkun á Norðurlöndum. Þessir símar voru mjög fínir í fyrra, þá kom í ljós að svíar höfðu gert samanburð á 3G tækjum í Svíþjóð og var Motorola 3xx með besta upplausn.
En þróun heldur áfram. 3G er ekki framtíðarlausn í samskiptamálum heyrnarlausra en getur verið góð ef heyrnarlausir vilja eiga stutt spjall í gegnum 3G hvar sem þeir eru staddir. Skjárinn á 3G tækjum er lítill og hraðinn er ekki eins góð og á venjulegum myndsímum. Heyrnarlausir binda miklar vonir við að myndsíminn verði framtíðarlausnin á samskiptamálum þeirra. Myndsíminn er mjög útbreiddur í Bandaríkjunum og í nokkrum löndum í Evrópu líka. Það eru margir möguleikar með myndsímanum. Til dæmis er hægt að nota þá í venjuleg símtöl þar sem táknmálstúlkur er milliliður. Í Bandaríkjunum spretta myndsímatúlkamiðstöðvar upp eins og gorkúlur. Ef um venjulegt símtal er að ræða þá fer það þannig fram að túlkur er staðsettur í þjónustumiðstöð, heyrnarlaus hefur myndsíma og hringir bara eins og venjulega (annaðhvort í gegnum sjónvarp eða tölvu tengt við ADSL) og talar við túlkinn á táknmáli sem raddtúlkar síðan við heyrandi (viðmælanda).
Með myndsímanum fylgja margskonar möguleikar. Það er mun fljótlegra og þægilegra fyrir heyrnarlausa að geta notað myndsíma heldur en að notast við skrifuð skilaboð sem taka umtalsvert lengri tími í framkvæmd. Ný samskiptatæki fyrir heyrnarlausra er alltaf að koma á markaðinn en á sama tíma úreldast eldri tæki.
16.9.2008
Breiðholtsdagar og Döff listamenn
Í gær voru Breiðsholtsdagar settir og verður boðið upp á fjölbreytta hátíðardagskrá í hverfinu fram á laugardag. Því miður komst ég ekki á hana. En í tengslum við hátíðina voru þrír Döff listamenn með sýningu, Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, Kolbrún Hreiðarsdóttir og Halldór V. Garðarsson. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans opnuðu myndlistasýning þeirra. Breiðholtsdagar hófst með myndlistasýningu. Í Sjónvarpinu í gærkvöldi var sýnt frá opnun myndlistasýningu. Þar var tekið stutt viðtal við Halldór V. Garðarsson sem hefur málað síðastliðið tvö ár. Hann sækir hugmyndir í sjóinn og sveitina. Ég óska þeim myndlistamönnum til hamingju með sýninguna. Sjá frétt www.ruv.is hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008
Árangursleið á að fá textun í Sjónvarpi?
Aðgengi fyrir heyrnarlausra og heyrnarskerta að sjónvarpsefni er mjög lítill á Íslandi. Það er mikilvægt að bæta úr þessu. Fáir innlendir þættir eru textaðir í RÚV-Sjónvarpinu, en ekkert hjá hinum stöðvum. Ég hefði mikinn áhuga á að horfa á Kastljós og Silfur-Egils sem eru endursýndir án texta. Þessu þarf að breyta.
Ég hef hugsað mikið um leiðir til að ná textun. Það þarf að hafa stefnu um þetta mál. Gera áætlun og leiðir til þess að knýja fram textun. Það er hægt. Hér er hugmyndir sem ég hef velt fyrir mér um stefnu.
- Stofnun þrýstihóps um textun á sjónvarpsefni, allir sem hafa áhuga á þessu myndi vinna saman að þessu. Bjóða öllum velkomin og þannig verður hópurinn stór.
- Skrifa greinar í blöðum og blogga um þetta. Veita viðtöl í sjónvarpinu. Senda fréttatilkynningar.
- Gera rök fyrir að textun verði á öllu innlendu sjónvarpsefni. Heyrnarlausir myndu verða betri í íslensku, þeir sem heyra ekki nógu vel í sjónvarpi eða eru heyrnarlausir myndu geta lesið textann, nýbúar myndu læra íslenskuna, hægt er að setja textann á og slökkva hljóðið á almenningsstöðum þannig að það trufli ekki í umhverfinu.
- Hafin verður undirskriftarlista á netinu um textun - sem yrði afhent ljósvakafjölmiðlum og þingmönnum.
- Hefja samstarf við þingmenn um textun og skoða frumvarp um textun.
- Gera samanburð á textun á Norrænum þjóðum, Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ekki ætti að koma óvart að Íslendingar eru aftast í þessu.
Þetta er sem ég hef verið að velta fyrir mér. Nú er árið 2008 og það er skrítið að hugsa til þess að heyrnarlausir hafa barist fyrir því að hafa texta í mörg ár. Ég man vel eftir á árinu 1984 var enginn texti með eina frétt um heyrnarlausa sem við mótmæltum með undirsskriftarsöfnun sem ég skrifaði í Morgunblaðinu. Gjarnan væri gott að fá athugasemdir um þetta og hvaða leiðir má ná í þessu?
Textun | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2008
Döff brandari: Döff par í móteli
Hér er ein saga sem er þekkt í samfélagi heyrnarlausra. Hún fjallar um heyrnarlausa (Döff) hjón sem gistuðu í móteli. Þau höfðu farið snemma á eftirlaun. Um miðjan nótt vekur eiginkonan húsbóndann sinn og segir honum að hún sé með höfuðverk. Hún biður hann að fara í bílinn og ná í verkjatöflur. Syfjaður húsbóndinn finnur bílinn fyrir utan og finnur verkjatöflurnar í bílnum. Hann snýr til baka í mótelið. En stoppaði - hann mundi ekki í hvaða herbergi þau voru í. Hann hugsaði og ákvað að fara aftur í bílinn. Flautaði lengi og vel. Hann sér ljósin kviknar í öllum herbergjum í mótelinu en eitt herbergi var ennþá slökkt. Það var þeirra greinilega sem var slökkt. Svo hann læsti bílnum og fór í herbergið.
Nokkrar Döff brandarar er hægt að finna á vefnum hér.
Menning heyrnarlausra | Breytt 12.9.2008 kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008
Verður sett lög um textun?
Á Alþingi hafa umræður verið oft um textun almennt. Skoðum það aðeins nánar.
Þann 19. maí 2001 var samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis að fela menntamálaráðherra að stuðla að því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað, eftir því sem við verði komið, til hagsbóta fyrir heyrnarlaust og heyrnarskert fólk. Hins vegar virðist ekki vera mikill árangur af þessu.
Frumvarp um textun hafa verið lögð fram á Alþingi þrisvar. Sú fyrsta flutt í nóvember 2004, síðar á 132. löggjafarþingi í október 2005 og flutt síðast á 133. löggjafaþingi í febrúar 2007. Frumvörpin voru vísuð til menntamálanefndar Alþingis. Hagsmunarsamtök og stofnanir sendu umsögn um frumvörpin til nefndarinnar. Ekkert kom úr frumvörpin. Þannig ekki var hægt að afgreiða úr 2. eða 3. umferð. Svo þetta varð ekkert að lögum, því miður.
Ísland virðist vera í efsta sæti ásamt Noregi síðustu í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum skv. frétt úr mbl.is í nóvember 2007.
Við höfum það mjög gott á Íslandi, en hljótum að spyrja okkur hvað sé að gerast þegar Ísland er með þeim ríkustu löndum í heiminum. Það er fullur vilji hjá þingmönnum að koma textun í framkvæmd. Það hefur verið vakin athygli á þessu máli og margar umræður um textunarmálið.
Textun þarf að setja í lög. Gera þarf kröfur til allra sjónvarpsstöðva um að texta innlent sjónvarpsefni. Jafnframt þarf að setja kröfur til kvikmyndaframleiðenda um að setja texta á íslenskum bíómyndum á geisladiskum. Með tímanum mun textun vera sjálfsagður hluti í rekstri stöðvanna. Þegar sjónvarpsstöðvar fara að texta, þá verður kostnaður minni. Eftir BBC í Englandi fór að texta, fundu aðrir sjónvarpsstöðvar líka þörf að texta. Þannig að þetta er tíska um aðgengi fyrir alla. Spurning er bara hvenær verður textun að lögum á Íslandi.
Textun | Breytt 12.9.2008 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008
Bretland: Allt textað í sjónvarpinu
Í vikunni sem leið var ég í Englandi með fjölskyldunni. Tilefnið var að fagna stórafmæli móður minnar sem varð 75 ára í vikunni. Við vorum í Cornwall sem er í suðurvesturhluta Englands. Margt var að sjá þarna. Merkilegt er að þetta er allt svo gamalt, húsin eru gömul og víða mjög fallegt. Við leigðum okkur hús og bíl.
Í húsinu sem við vorum í, var hægt að sjá sjónvarpsefni úr ýmsum breskum stöðvum. Fréttir úr BBC news var sýndur með texta og líka bíómyndir og þættir. Sem sagt var allt textað. Jafnvel í beinni útsendingu. Fjölskyldan gat notið þess að horfa á sjónvarpsefnið með texta, ekki þurfti að hafa stillt á hávaða og nóg var að stilla hljóðið lágt, þannig allir gátu lesið textann. Þetta var mjög fínt. Ég naut þess að horfa á úrslitaleikinn í handbolta frá Ólympíuleikana á sunnudagsmorgni sem var með texta. Leikur FH og Aston Villa var líka með texta í beinni útsendingu.
Það sem ég hef talið að Bretar eru íhaldssamir og breyta ekki miklu hjá sér, sem sagt vinstri umferðin er ennþá, þröngar vegir og götur, rauðar símaklefar og pundið er ennþá í notkun þó Bretland eru í Evrópubandalaginu. En Bretar hugsa mikið um aðgengi fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
Það er enginn spurning að einhvern tíma verður texti á allt innlent efni á Íslandi. Spurningin er hvort RÚV, Stöð 2 og Skjár1 ætli að gera það. Og spurning er líka um hvenær verður það gert. Á öllum erlendum þáttum og bíómyndum er texti og enginn sé að kvarta yfir kostnaðinn. Sá kostnaður er sáralítill og það er nauðsynlegt að texta á allt sjónvarpsefni sem er sýnd á Íslandi.
Textun | Breytt 12.9.2008 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)