Færsluflokkur: Heyrnarlausir erlendis

Heyrnarlaus starfsmenn hrósað í Bandarísku viðskiptablaði

Í nýju grein í Fortune Small Business er talað um heyrnarlausa starfsmenn á vinnustað.    Eigandi Image Microsystems, í Texas í Bandaríkjunum byrjaði að ráða nokkra heyrnarlausa nemendur á árinu 2004 úr Texas School for the Deaf og hefur bætt við fleirum heyrnarlausum.   Hann er mjög ánægður með þá.  Fyrirtækið sér um að gera við og endurnýja tölvuhlutir.   Eigandinn segir að heyrnarlausir starfsmenn eru mjög góðir, eftir þeir voru ráðnir hefur fyrirtækið hans vaxið og dafnað og salan hefur nær tvöfaldast.   Eigandinn er með táknmálstúlk í starfsliðinu. 

Svo sagði hann í viðtalinu: 

"Disabled workers are better than regular employees," says Abadi. "They are more committed and like their jobs better. Other companies just need to give them a chance."

Grein má sjá hér.


Döff brandari: Döff par í móteli

Hér er ein saga sem er þekkt í samfélagi heyrnarlausra.   Hún fjallar um heyrnarlausa (Döff) hjón sem gistuðu í móteli.  Þau höfðu farið snemma á eftirlaun.   Um miðjan nótt vekur eiginkonan húsbóndann sinn og segir honum að hún sé með höfuðverk.  Hún biður hann að fara í bílinn og ná í verkjatöflur.    Syfjaður húsbóndinn finnur bílinn fyrir utan og finnur verkjatöflurnar í bílnum.   Hann snýr til baka í mótelið.  En stoppaði - hann mundi ekki í hvaða herbergi þau voru í.   Hann hugsaði og ákvað að fara aftur í bílinn.   Flautaði lengi og vel.   Hann sér ljósin kviknar í öllum herbergjum í mótelinu en eitt herbergi var ennþá slökkt.  Það var þeirra greinilega sem var slökkt.  Svo hann læsti bílnum og fór í herbergið. 

Nokkrar Döff brandarar er hægt að finna á vefnum hér.


Bandaríkin: 33% íbúar verða heyrnarskertir á einn eða annan hátt

BandaríkinÍ gær kom fram á www.visir.is að einn af hverjum þremur fullorðnum Bandaríkjamönnum þjáist nú af skertri heyrn. Reiknað er með að heyrnarskemmdir verði eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar á næstu árum.   Vísindamenn við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum segir að 55 milljón Bandaríkjamanna hafi skerta heyrn í öðru eða báðum eyrum og telja að 29 milljón manns geti ekki greint talað mál.   Þannig má segja að 10% af þjóðinni geti ekki greint talað mál og eru þannig heyrnarlausir eða heyrnarskertir. 

Sjá frétt hér á visir.is.


Kínverskur fjöllistahópur heyrnarlausra ungmenna

Kínverskur fjöllistahópurSýningar kínversk fjöllistahóps hefur fengið talsvert athygli.  Sýningar þess er óvenjuleg og glæsileg, sem skipaður er heyrnarlausum ungmennum.  Fjöllistahópurinn tjá þau sig með höndum, heyra ekki tónlist. 

Hópurinn hefur verið starfandi síðan 1987 og hafa sýnt í meira en 40 löndum.   Um 88 dansarar, listamenn og aðrir eru í hópnum sem er hluti af "China Disabled People's Performing Art Troupe" í Beijing í Kína.  Færri komast í hópnum en vilja og er það mjög eftirsótt að vera í liðinu.  Þeir sem komast inn þurfa að æfa sig á hverjum degi og er dagskráin ströng og fara heim einu sinni á ári í fríi. 

Fatlaðir eiga ennþá erfitt í Kína og hópurinn vill breyta því.   Hópurinn sýndu m.a. við lok Ólympíumót fatlaðra í Grikklandi við hrifningu gesta og höfðu þau aldrei sýnt fyrir annað eins fjölda gesta og vonast til að fá að gera það sama á þessu ári í Beijing.   Vonast er til þess að Ólympíumót fatlaðra í Beijing verði til þess að fordómar gagnvart fötluðum  verði útrýmt í Kína. 

Nánari frétt frá reuters.com


mbl.is Listin brýtur niður múra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pepsi gerir auglýsingu á táknmáli í Bandaríkjunum

PepsiCo var með þögla 1 mínútna auglýsingu á meðan Super Bowl stóð yfir nýlega.   Þetta var auglýsing á amerísku táknmáli (ASL) og sýnd með texta.    Auglýsingin var gerður af starfsmönnum PepsiCo og markmiðið var að auka vitund fyrir almenning um heyrnarlausa og fatlaðra almennt.   Viðtökur við auglýsinguna fóru fram úr björtustu vonum.   PepsiCo hafði samband við NAD (Landssamband heyrnarlausra) og fengu ráð hjá þeim líka.  NAD fagnar þessari auglýsingu.  

Horfið á nýju Super Bowl 2008 auglýsingu frá Pepsi's hér að neðan.  Bráðfyndin og skemmtileg auglýsing.   

 

Hér að neðan er upplýsingar um auglýsinguna sjálfan, frásögn um auglýsinguna o.s.frv.  

Sjá hér : www.pepsi.com/bobshouse.


KFC í Egyptalandi: Döff sjá um rekstur

Döff í KFCÁ einum KFC veitingastað í Cario í Egyptalandi eru heyrnarlausir sem sjá um reksturinn.  Þau sjá um að afgreiða viðskiptavinir.   Heyrandi sem koma og panta þurfa að benda á matseðilinn um hvað þau vilja fá sér.   Aðeins einn starfsmanna er heyrandi og sér hann um símsvörun.   Nokkrir af starfsliðinu höfðu ekki haft vinnu áður og eru mjög glaðir yfir því að hafa vinnu í dag.  Það er mjög gaman í vinnunni í táknmálsumhverfi.  Það er gaman að sjá þetta og ef ég fer til Egyptalands, mun ég koma við í KFC í Cario þar sem heyrnarlausir vinna.

Hér er slóð að Youtube sem amerískir döff heimsóttu staðinn í janúar 2008.

Hér er grein um Döff í Egyptalandi sem birtist á netinu nýlega. 


Heyrnarlaus og saklaus í fangelsi í 18 ár í Noregi

Norðmenn eru hneykslaðir.  Fritz Moen sem er heyrnarlaus maður sat í fangelsi í 18 ár fyrir tvö morð, sem hann framdi ekki.   Árið 1978 var hann dæmdur í 20 ára fangelsi.   Árið 2006 viðurkenndi annar maður á dánarbeði um að hann væri sekur um morðin tvö.  En þar áður vaknaði grunur um að að Fritz sé saklaus og unnu tveir lögfræðingar hans um að mál hans yrði tekið upp sem var samþykkt.

Í ljós kom að æpt og öskrað var á Fritz við yfirheyrslur, sem leiddi til að Fritz játaði á sig morðin tvö, af því hann var skelfingu lostinn og játað af einskærum ótta.  Fritz fékk ekki táknmálstúlk við réttarhöldin og var þetta eins og þoka fyrir honum og greinilega mannréttindi brotin á honum.  Fritz var svo sýknaður fyrir annað morð árið 2004 og svo hitt morðið árið 2006.   En Fritz dó árið 2006.   Blessuð sé minning hans.

Frétt hér frá Noregi.


mbl.is Norskir dómarar hugsanlega fyrir ríkisrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband