Upplýsingavefur tollstjóra með orðalista á táknmáli

tollurÁ föstudaginn í síðustu viku var nýr og endurbættur upplýsingavefur tollstjóraembættisins opnaður.  

Vefurinn hefur fengið vottun fyrir forgang 1 og forgang 2 frá Sjá ehf. og ÖBÍ varðandi aðgengi fatlaðra sem er í samræmi stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið.  Forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef. Forgangur 2 gerir meiri kröfur um aðgengi.  

Á vef tollstjóra er orðalisti með orðaskýringum á táknmáli sem má sjá hér.    Það er ánægjulegt að sjá að opinber stofnanir eru farnir að setja táknmál á heimasíðum sínum. 


Spaugstofan á táknmáli

Spaugstofan081102Í gærkvöldi horfði ég á Spaugstofuna í Sjónvarpinu.  Og að sjálfsögðu með texta á 888.   Í einu þætti var forsætisráðherra að tala og var með þrjár lífverðir.   Þarna var táknmálstúlkur í einu horni.  Karl Ágúst Úlfsson lék í hlutverki táknmálstúlks og þótti mér takast vel hjá honum sem var skemmtilega sett upp.   Látbragðið hans á táknmáli var mjög fyndið.   Hægt er að sjá spaugstofuna hér

Hvernig verður táknmál í framtíðinni?

Heyrnarskert og heyrnarlausu börn á Íslandi er heitið á grein sem Bryndís Guðmundsdóttir ráðgjafi á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands skrifar í Morgunblaðið í dag.   Þar beinir hún sjónum á stöðu táknmáls og rittúlks.  Mjög athyglisverð grein.

Í greininni kemur fram að ráðgjafi heyrnarskertra á grunnskólasviði er hættur og enginn hefur verið ráðinn og ekki heldur auglýst eftir því.    Ráðgjafi sinnir upplýsingaþjónustu til skóla vegna kennslu heyrnarsketra, tækni og umhverfisþættir.   Þannig geta kennarar gert betur fyrir heyrnarskertu börnin í almennum skóla.

Bryndís velti fyrir sér hver er staðan á íslensku táknmáli og hver sé stefna íslensk táknmáls, þar sem enginn undir fermingaaldri hefur táknmál sem fyrsta mál.   Bryndís hefur áhyggjur af hvernig verður um þá sem ekki hafa gagn af kuðungsígræðslu og þurfa að tala táknmál.   Bryndís vill gjarnan fá svör frá samfélagi heyrnarlausra um hvað ætli heyrnarlausir að gera til að viðhalda táknmáli sem móðurmál heyrnarlausra.     

Bryndís ræðir um táknmálstúlkun sem er til góðs fyrir heyrnarlausa, en veltir fyrir sér um túlkun fyrir heyrnarskertu sem kunna ekki táknmál, þ.e. rittúlkun.    Táknmálstúlkun og rittúlkun er túlkun á ólíku máli og fyrir ólíkan hóp, þó grunnurinn er túlkun til bættrar aðgengis í þjóðfélaginu.   Félag heyrnarlausra barðist fyrir táknmálstúlkun á sínum tíma þar sem nauðsynlegt er fyrir heyrnarlausa að hafa túlk við ýmsar aðstæður, t.d. hjá lækni eða á fundi og víðar.   Kennt er til táknmálstúlkunar við Háskóla Íslands og þannig hafa táknmálstúlkar útskrifast með háskólapróf í táknmálstúlkun.   Miklar kröfur eru gerðar til táknmálstúlkunar.   Hins vegar hef ég ekki séð neina stefnu í rittúlkun.  Ég held að heyrnarskertir og hagsmunarsamtök þeirra myndu vinna í baráttumálum fyrir rittúlkun og til bættrar skólanáms fyrir heyrnarskertra. Sennilega svara þau grein Bryndísar vegna rittúlks og ráðgjafa í skólanámi fyrir heyrnarskertra. 

Þegar er verið að hugsa um rittúlkur, þá er hægt að sjá dæmi þess að ekkert er textað í beinni útsendingu í sjónvarpi.   Þannig geta rittúlkar verið við störf víðar.


Blackberry símtæki stendur alltaf fyrir sínu

Mynd frá morgunblaðinuÞegar ég var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum,  komu fyrstu símboðar sem heyrnarlausir gátu notað á árinu 1999 og varð það mjög vinsælt þar sem hægt var að senda tölvupóst með því.   Þá fóru margir að bjóða upp á skilaboðaþjónustu, t.d. flugfélög,  neyðarhjálp og víða.   Á Íslandi fóru heyrnarlausir að nota SMS skilaboð á árinu 2000.    Ekki var hægt að senda úr símboða í GSM og ekki heldur að SMS í símboða.   Mig minnir að á árinu 2002 komu fyrstu Blackberry símar og var þá hægt að senda bæði SMS skilaboð og tölvupóst með því.   Blackberry bauð líka upp á netspjall.   Síðan komu aðrir svipaðir símar á markaðinn, en hægt var að nota Blackberry alls staðar í heiminum.   Það var fínn kostur að það var almennilegt lyklaborð sem er fljótlegt að skrifa skilaboð og svara nýjum SMS skilaboðum eða tölvupóst.    Í fyrra kom 3G á Íslandi sem var frábært framför í samskiptamálum heyrnarlausra og notaði ég þann síma.  Kostur við símann var að hægt var að tala við heyrnarlausa á táknmáli hvar sem maður var staddur ef hægt væri að ná í 3G samband.  

Nú er kynslóð sem eru vanir síma með fáum lyklaborði sem eru vanari en ég með einum putta!  Margir heyrnarlausir eru vanir þeim síma.   Nú í sumar keypti ég nýjan Nokia E75 síma þar sem það hefur 3G, lyklaborð og hægt er að vafra á netinu með því.   Ég vildi fá síma sem er með almennilegt lyklaborð og 3G.   Lyklaborðið á Nokia er verra en í Blackberry.   Maður þarf að hafa littla putta til að skrifa skilaboð í Nokia símann nokkurn veginn rétt, þar sem kemur fyrir að ég ýti óvart á vitlausan takka.  Eða er ég ennþá að venjast símanum mínum?  

Nú er Blackberry Bold að koma á markaðinn á Íslandi.   Ég sé mikið eftir að hafa ekki beðið með að kaupa Blackberry þegar það er kominn með 3G lausn.  Blackberry er með betri og fullkominn lausn fyrir heyrnarlausa.   Kostur við Blackberry er að það er hægt að senda tölvupóst á fyrirtæki og stofnanir.  

Og ekki þarf að setja símann í vasann, það er nóg að hafa símann utan á sig og finna þegar síminn hringir eða einhver sendir skilaboð sem er þægilegt.   Minn er ekki svoleiðis og oft finn ég ekki nýjan SMS skilaboð.  Það þarf að vera hægt að senda bæði SMS og tölvupóst, síminn þarf að hafa 3G, almennilegt lyklaborð, netlausn og fleira.   Ég myndi velja Blackberry næst og mæli með því. 

Meiri upplýsingar um Blackberry Bold hér á íslensku og hér á ensku.       


Kemur fréttir heyrnarlausum við?

Í dag rakst ég á fyrirsögn Hamfarir á táknmáli í fréttablaðinu sem Dr. Gunni skrifaði.   Þar var sagt að þegar bankahrunið stóð sem hæst í fréttatímum að heyrnarlausir fengu ekki frið.  Því þar var túlkað fyrir þá í neðra horni sjónvarpsskjásins.   Dr. Gunni sagði í fréttablaðinu

Hvernig er það annars með heyrnarlausa - mega bara taka þátt í samfélaginu þegar allt er að fara til fjandans?  

Í fjóra daga var ánægjulegt að sjá að fréttir Ríkissjónvarpsins og Kastljós voru táknmálstúlkuð.  Ég segir bara takk til RÚV og táknmálstúlkana, sem stóðu mjög vel og alltaf má gera betur og vona ég svo að framhald verði á því.

Ég held að erfitt verður fyrir RÚV að snúa við og segja dagurinn í gær var mikilvægur og fréttirnar komu heyrnarlausum við,  það sem er í dag og á morgun kemur heyrnarlausum ekki við.  

Jóhann Hlíðar bloggaði um textun og skrifaði fína grein í Morgunblaðinu nýlega.   Hann sagði að fréttir í sjónvarpinu þann 15. september var um margt og alvarlegt málefni þar sem útlitið hefur ekki verið jafnsvart í 60 ár.   Þá kom frétt um Breiðholtsdaga sem var textuð.  Heyrnarlaus myndlistarmaður var hluti af dagskrá Breiðholtsdaga og þá skuli sú frétt vera textuð, svo heyrnarlausir geti horft á fréttina og skilið um hvað er verið að segja í fréttinni.   Jóhann lítur svo á að RÚV er að segja við heyrnarlausu fólki eitthvað á þessa leið

Ykkur kemur lítt við hvernig heimsskútan vaggar og veltur frá degi til dags, en af því í þessari frétt er fjallað um einn af ykkur, þá skulum við texta hana svo þið getið nú fylgst með ykkar fólki.

Ég gæti verið sammála Jóhanni.   Það er furðulegt að sjá að það er svo lítið textun hérlendis í sjónvarpsefni á innlendu dagskrá og ekkert í beinni útsendingu.   Í Bandaríkjunum er lög um textun og svo er Bretar farnir að texta allt.  Norðurlöndin eru farnir að texta miklu meira en Íslendingar.   Samt eru Íslendingar með RÚV, Skjár1 og Stöð2 sem hugsa ekkert um textun í beinni útsendingu.  Hjá þeim er textunarvél sem þulir lesa af.   Það er mjög undarlegt að reka sjónvarpsstöð án þess að hugsa um þetta.   Er þetta dæmigert hegðun Íslendings? 

Ég er farinn að sjá meira um viðbrögð fólks er að það sem er talað um heyrnarlausa í ljósvakamiðlum og á hamfaratímum, kemur heyrnarlausum við en ekkert annað.    Ég held að þetta sé mjög góð spurning.  Ég held að þetta sé rétt, þar sem ég sé engin breyting á textun í beinni útsendingu frá því ég fæddist.  


Fréttaflutningur túlkað á táknmáli

TV_100608

Í fyrradag, mánudag 6. október voru fréttir í beinni útsendingu í ljósi ástands hérlendis túlkaðir á táknmáli og svo Kastljós einnig túlkaðir á táknmáli líka.  Þetta var frábært.  Nú horfði ég á þetta loksins og gat skilið um hvað verið að tala um.   Það voru tvær táknmálstúlkar sem túlkuðu allt.  

Í maí varð stór jarðskjálfti á Suðurlandi og var ekkert textað né ekkert á táknmáli.   Því fór þetta allt framhjá heyrnarlausum.    Þá var táknmálsfréttir fellt niður þann dag og án samráðs við heyrnarlausa.   Heyrnarlausir fengu engar upplýsingar um Suðurlandskjálftann frá ljósvakamiðlum þann dag.   Félag heyrnarlausra sendi kvörtun vegna þess til RÚV sem var birt í fjölmiðlum.   Í framhaldi af því var gerð viðbúnaðaráætlunin sem gerir túlkun staðlaða ef til aukafréttatíma kemur vegna stóratburða líkt og Suðurlandsskjálftann. Þetta þýðir að túlkað verður í einu horni sjónvarpsins á meðan fréttaflutningi stendur.  

Táknmálstúlkarnir Árný Guðmundsdóttir og Gerður Ólafsdóttir stóðu sig frábærlega.   Takk fyrir mig.  


Fyrsta V-bloggið mitt með texta

 

Hér er fyrsta videobloggið mitt sem er tilraun til að blogga á táknmáli og það er með texta.    Það er lítill (CC) neðst á myndskeiðina sem þýðir textun.   Þegar er búið að ýta á CC kemur textinn fram. 


Rúmlega fjörtíu Íslendingar hafa farið í kuðungsígræðslu

MBLÍ Fréttablaðinu í gær er grein eftir Guðrún Skúladóttur heyrnarfræðing á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þar sem hún fjallaði um kuðungsígræðslutæki.    Hún segir að þetta sé mjög þróað hjálpartæki sem gefur alvarlega heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki möguleika á að heyra hljóð. Rúmlega fjörutíu Íslendingar hafa farið í kuðungsígræðslu undan­farin nítján ár. Flestir þeirra eru fullorðnir.  

Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands verður með opin kynning laugardaginn 4. október og verður m.a. kuðungsígræðsla kynnt. 

Heyrnarlausir hafa verið á móti kuðungsígræðslu í mörg ár, telja að hver einstaklingur á að taka ákvörðun um hvort hann vill fá kuðungsígræðslu.    Kuðungsígræðsla leysir ekki vandann og sama hátt má segja um heyrnartæki.   Áður var áhersla á talmálstefnu með heyrnartækjum sem við sjáum að það gagnaðist ekki mikið í dag, þar sem margir heyrnarlausir hafa ekki fengið menntun, heldur var áhersla lögð á að tala.  Í dag er nauðsynlegt er fyrir þá sem fara að kuðungsígræðslu að læra táknmál.  Ekki sé nóg að læra að tala.   Heyrnarlausir vilja að börn sem fá kuðungsígræðslu fari að læra táknmál.  Það er þannig best að kenna börnin táknmál og foreldrum þeirra.   Þetta gæti komið í veg fyrir einangrun.  Einnig að barnið gæti valið það mál sem það vill nota, t.d. hvort það myndi vilja fá táknmálstúlk til að fyrirbyggja misskilning og auka aðgengi barnsins seinna á lífsleiðinni. 

Sjá grein hér.


Döff leikhús á Degi heyrnarlausra

ViðtaliðÍ tilefni af Degi heyrnarlausra mun Draumasmiðjan sýna "Viðtalið" í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.  Sýningin er döff leikhús, en stór hluti hennar fer fram á táknmáli en hún er þó skiljanleg öllum heyrandi.   Sýningin var frumsýnd í mars 2006.   Ég sá leikritið og var mjög hrifinn af því.  Sýningin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var sýnd.   

Þetta er frábært leikrit um samskipti móður (heyrandi) og dóttur (heyrnarlaus) sem eru að fara í viðtal og það má segja að þær hafi aldrei spjallað saman, þar sem móðirin talar ekki táknmál.   Í viðtalinu er boðaður táknmálstúlkur og þegar blaðamaðurinn er seinn byrja þær mægður að spjalla saman og þá kemur ýmislegt í ljós.   Leikritið Viðtalið er bæði fyrir heyrnarlausa og heyrandi, þar sem notað er bæði táknmál og raddmál.  

Viðtalið var fyrst sýnd í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið,  síðan hefur þetta verið sýnt á Akureyri í tengslum við Alþjóðlegu leiklistarhátíð heyrnarlausra í samstarfi við Norrænu menningarhátíð heyrnarlausra og svo í Reykjavík.   Þeir sem eiga eftir að sjá Viðtalið, ættu að fara að sjá hana, þar sem þetta er allra síðasta sýning þess. 


mbl.is Döff-sýning í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningshópur fyrir textun á Facebook

Á samskiptasíðunni Facebook hefur verið stofnaður stuðningshópur undir fyrirsögninni "Textun - aðgengi fyrir alla." Síðan var stofnuð í dag en hún er fyrir þá sem vilja sýna stuðning um textun á öllu sjónvarpsefni og á geisladiskum.    Allir eru velkomin að vera með í stuðningshópnum. 

Aðgengi fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta að sjónvarpsefni er mjög lítill á Íslandi og þessu þarf að breyta.

  • Fáir innlendir þættir eru textaðir í Sjónvarpinu (aðeins forunnið), en ekkert hjá Stöð2 og Skjár1.
  • Fréttir í Sjónvarpinu og Stöð2 eru sent út án texta. 
  • Margar íslenskar geisladiskar eru með engan íslenskan texta.

Facebook síðuna má sjá hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband