Heyrnarlausir innflytjendur á Íslandi

Á árunum 2006 til 2007 fluttust margir heyrnarlausir til Íslands og voru þau að leita sér vinnu og eignast heimili.  Þá kom í ljóst að Ísland var ekki tilbúin til að taka við stóran hóp innflytjenda sem voru heyrnarlausir.

Verkefnið hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála hjá félags- og tryggingamálaráðuneyti Íslands í apríl 2010. Í þessu rannsóknarverkefni er ætlunin að kanna hvernig er staða innflytjenda sem eru heyrnarlausir á Íslandi.Markmið rannsóknarinnar er að reyna að fá eins skýra mynd og hægt er af stöðu heyrnarlausra innflytjenda á Íslandi. Þá var hópurinn borinn saman við heyrandi sem eru innflytjendur eða heyrnarlausir á Íslandi.

Helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins er að staða heyrnarlausra innflytjenda virðist vera veikari en heyrandi og heyrnarlausra íbúa á Íslandi. Margir innflytjendur sem eru heyrnarlausir virðast ekki hafa náð góðum tökum á íslensku sem getur veikt möguleika þeirra í upplýsinga, atvinnu- og menntunarmálum.Mælt er með að efla ráðgjöf og upplýsingar með námskeiði í íslensku táknmáli, íslensku og menningarsögu heyrnarlausra. Bætt íslenskukunnátta, kunnátta í íslensku táknmáli og túlkaþjónusta myndi leiða til þess að sjálfsmynd og sjálfstraust heyrnarlausra myndi eflast til muna og eru það sjálfsögð mannréttindi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

frábær að bæta við þjónusta fyrir þeim fólk sem vil að flytja til íslands. Það væri ágætt að byrja að kenna táknmálsnámskeið á háskóla ísland sem alþjóðislegur túlkur sem getur tekið við erlendra döff og túlka fyrir þeim á milli íslensku yfir á skiljanlegt tákn

arni (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband