Færsluflokkur: Símamál heyrnarlausra
27.10.2008
Blackberry símtæki stendur alltaf fyrir sínu
Þegar ég var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, komu fyrstu símboðar sem heyrnarlausir gátu notað á árinu 1999 og varð það mjög vinsælt þar sem hægt var að senda tölvupóst með því. Þá fóru margir að bjóða upp á skilaboðaþjónustu, t.d. flugfélög, neyðarhjálp og víða. Á Íslandi fóru heyrnarlausir að nota SMS skilaboð á árinu 2000. Ekki var hægt að senda úr símboða í GSM og ekki heldur að SMS í símboða. Mig minnir að á árinu 2002 komu fyrstu Blackberry símar og var þá hægt að senda bæði SMS skilaboð og tölvupóst með því. Blackberry bauð líka upp á netspjall. Síðan komu aðrir svipaðir símar á markaðinn, en hægt var að nota Blackberry alls staðar í heiminum. Það var fínn kostur að það var almennilegt lyklaborð sem er fljótlegt að skrifa skilaboð og svara nýjum SMS skilaboðum eða tölvupóst. Í fyrra kom 3G á Íslandi sem var frábært framför í samskiptamálum heyrnarlausra og notaði ég þann síma. Kostur við símann var að hægt var að tala við heyrnarlausa á táknmáli hvar sem maður var staddur ef hægt væri að ná í 3G samband.
Nú er kynslóð sem eru vanir síma með fáum lyklaborði sem eru vanari en ég með einum putta! Margir heyrnarlausir eru vanir þeim síma. Nú í sumar keypti ég nýjan Nokia E75 síma þar sem það hefur 3G, lyklaborð og hægt er að vafra á netinu með því. Ég vildi fá síma sem er með almennilegt lyklaborð og 3G. Lyklaborðið á Nokia er verra en í Blackberry. Maður þarf að hafa littla putta til að skrifa skilaboð í Nokia símann nokkurn veginn rétt, þar sem kemur fyrir að ég ýti óvart á vitlausan takka. Eða er ég ennþá að venjast símanum mínum?
Nú er Blackberry Bold að koma á markaðinn á Íslandi. Ég sé mikið eftir að hafa ekki beðið með að kaupa Blackberry þegar það er kominn með 3G lausn. Blackberry er með betri og fullkominn lausn fyrir heyrnarlausa. Kostur við Blackberry er að það er hægt að senda tölvupóst á fyrirtæki og stofnanir.
Og ekki þarf að setja símann í vasann, það er nóg að hafa símann utan á sig og finna þegar síminn hringir eða einhver sendir skilaboð sem er þægilegt. Minn er ekki svoleiðis og oft finn ég ekki nýjan SMS skilaboð. Það þarf að vera hægt að senda bæði SMS og tölvupóst, síminn þarf að hafa 3G, almennilegt lyklaborð, netlausn og fleira. Ég myndi velja Blackberry næst og mæli með því.
Meiri upplýsingar um Blackberry Bold hér á íslensku og hér á ensku.
18.9.2008
Samskiptatækni Viable í Bandarísku blaði
Í nýjasta tölublaði Fortune Small Business í Bandaríkjunum - er fjallað um Viable myndsímann, sem er hannað af heyrnarlausum. Á forsíðu blaðsins er mynd af Jason T. Yeh, einn af framkvæmdastjóra Viable sem sýnir Viable VPAD myndsímann. Það er mikill heiður fyrir heyrnarlausa og samskiptatækni heyrnarlausa að fá umfjöllun á forsíðu blaðsins. Hægt er að sjá greinina á internetinu hér.
Nú er Viable líka komin til Evrópu. Fimmtán lönd eru að stefna að því að vinna að því að dreifa Viable í Evrópu. Meðals annars er Frakkland, Belgía, Sviss, Bretland komnir í vinnu við að fá sjóð til myndsímatúlkunar vegna Viable. Ísland er komin í hópnum til að undirbúa við að selja Viable á Íslandi og verður það einhvern tíma eftir jól að þessi tæki eru skv. evrópskum kröfum. Ég tel að Viable verður mjög útbreidd í heiminum til langs tíma þar sem það er í samkeppnisforskoti og býður upp á betri möguleika fyrir heyrnarlausa.
Fortune Small Business er hluti af CNN og er ein stærsta viðskiptatímarit í Bandaríkjun. Það var með forsíðugrein um fatlaða frumkvöðul í tæknimálum. Viable var nefnt vegna þess að það hefur sýnt mikinn árangur vegna myndsímatúlkunar í Bandaríkjunum og þróun myndsíma af eigendum sem eru heyrnarlausir og er fyrirtækið rekið af heyrnarlausum. Markmið Viable er lausn á samskiptatækni heyrnarlausa og bjóða upp á myndsímatúlkun og ýmsa þjónustu tengt því.
Smá úrdráttur úr greininni.
Jason (24) og faðir hans John (61) höfðu nýlega selt fjölskyldufyrirtæki sem sá um hugbúnaðþróun. Þeir eru heyrnarlausir. Fengu styrk frá stjórnvöldum til að koma af stað fyrirtækið Viable og starfsemi þess með 1,5 milljón USD í höfuðstól. Þeir höfðu aðgang að ódýru og reyndu starfsliði og þekktu markaðinn mjög vel. John og Jason - starfsmenn þeirra og margir hugsanlegir viðskiptamenn þeirra - eru heyrnarlausir. Viable framleiðir fyrsta myndsíma sem er hönnuð, smíðuð, selt og dreift eingöngu af heyrnarlausum og heyrnarskertum.
Myndsímatúlkunarmiðstöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Bandaríkjunum. En Jason og John fundu veiklleika í viðskiptaáætlun Sorensen sem er samkeppnisaðili þeirra. Sorensen fyrirtækið er rekið af heyrandi. Heyrnarlausir myndu skilja markaðinn betur. John segir að þau sáu fyrir sér möguleika á nýju fyrirtæki á sviði samskiptatæknis. Þeir byrjuðu á að bjóða upp á betri myndsímatúlkun, réðu bestu táknmálstúlka og buðu upp á betri starfskjör. Markmið er að vera í samskeppnisforskoti. Árangur af því vinnu er nýr Viable VPAD síminn sem kostar um 699 USD sem er tæki sem hægt er nota sem myndfundarbúnað og var tækið fyrst kynnt í janúar 2008. Þeir ákváðu að koma með hugmynd um ný tæki sem væri ekki eins og samskeppnisaðili er að bjóða upp á. Viable VPAD er eins og lítill fartölva með snertiskjá og með WiFi þráðlausa nettengingu, USB tengingu og þannig er hægt að nota hvar sem er þar sem nettenging er í boði.
Fréttin á CNNMoney.com
Símamál heyrnarlausra | Breytt 19.9.2008 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1991 var komið upp textasímamiðstöð hjá Landsímanum, í ritsímadeildinni. Þá hafði verið rætt um textasímamiðstöð á Alþingi. Landssíminn var þá eina símafyrirtæki á Íslandi og í eigu ríkisins. Textasímamiðstöðin var opin allan sólarhringinn í upphafi og var mikið notuð fyrstu árin. Heyrnarlausir gátu þá hringt í textasímamiðstöð til að hafa samband við fyrirtækin og fjölskyldu sína. Í gegnum textasímann voru heyrnarlausum einstaklingum veitt margvísleg símaþjónusta sem kann að vera örðugt fyrir þá að verða sér út um sjálfir án þess að hafa túlk. Dæmi: að panta tíma hjá lækni, fá ýmsa upplýsingar hjá fyrirtækjum, stutt samtal við fjölskyldumeðlima o.s.frv. Þá voru heyrnarlausir ekki háðir því að biðja ættingja eða foreldra sína að hringja fyrir sig og túlka. Nú gátu heyrnarlausir séð um samskiptin sjálf. Einnig gátu heyrandi hringt í textasímamiðstöð og svo hringt heyrnarlausa ef heyrandi veit hvað er símanúmerið.
Nú er textasímamiðstöð ekki eins mikið notuð eins og áður var. Hvað gæti valdið því? Ég hef ekkert svar við því en vangaveltur er um hvort sé vegna þess að starfsfólk voru ekki sérstaklega þjálfaðir í að greina stafsetningu heyrnarlausra eða hefur ekki þekkingu á menningu heyrnarlausra eða ekki þjálfaðir í að túlka samtöl. Eða vegna þess að tækni er alltaf að verða betri. Eða að heyrnarlausum hafa meiri aðgang, t.d. geta þau sent tölvupóst sjálf eða notað þjónustuspjall beint við fyrirtækin. Þá má benda á að tæknin er alltaf að verða betri. Tækni sem var sjálfsagt í fyrra gæti verið ekki eins góð í dag.
Heyrnarlausir gátu fyrst haft símasamskipti í gegnum textasíma á Íslandi á árinu 1985 með tilkomu Minicom sem er Bandarískur textasími með ensku lyklaborði. Hver og einn heyrnarlaus fékk tvo síma ókeypis og var það mikið notað allt til ársins 1993.
Árið 1993 var farið að nota tölvu og samskiptaforrit til að tala í síma sem Síminn lét þýða á íslensku. Skjámi nýtt forrit kom svo á árinu 1999. Einhvern veginn fór svo að tækni sem voru góð áður, eru úrelt í dag, því nú eru margir komnir með ADSL og búnað í tengslum við það.
Þá eru margir heyrnarlausir komnir með MSN og ritsíminn fór að nota það. Eftirspurn eftir þjónustu textasímamiðstöðvar fór minnkandi og fór svo að þjónustutíminn varð styttri en áður var. Á árinu 2005 var ritsíminn seldur og tók Síminn þá við textasímamiðstöðina. Þá var haldið áfram með þjónustu sem veitt er með notkun MSN forritsins og er þjónusta opin daglega allan daginn. Galli er að aðeins geta heyrnarlausir hringt í gegnum textasímamiðstöð en ekki geta heyrandi hringt í þá. Á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra er í boði símatúlkun fyrir þá sem vilja koma og nýta sér með því að heimsækja á ákveðnum tíma.
Hér er ljóst að það vantar stefnu í símatúlkun fyrir heyrnarlausa á Íslandi. Óljóst er hvort Síminn ætli að sjá um textasímamiðstöðina áfram eða hvort myndsímatúlkun tekur við textasímatúlkun og þá er spurningin hver á að borga þetta þegar Síminn er ekki lengur í eigu ríkisins. Æskilegast væri að túlkurinn væri menntaður túlkur sem gæti búað bil á milli heyrnarlausa og heyrandi. Ekki er veittur sérstakur fjármagn til reksturs myndsímamiðstöð. Í Bandaríkjunum er til textasímamiðstöð sem er opin allan sólarhringinn og svo er til myndsímatúlkun sem er líka opin allan sólarhringinn. Hver og einn sem notar síma í Bandaríkjunum þarf að greiða ákveðinn hlutfall í sjóð sem sér um að greiða myndsímatúlkun og textasímamiðstöð í Bandaríkjunum. Dæmi má nefna að allir símeigendur þurfa að greiða 1 krónur af hverri símtal, sem rennur í þennan sjóð. Í Englandi hefur heyrnarlaus frumkvöðull farið af stað myndsímatúlkunarmiðstöð með góðum árangri.
Ég vona að það komi til þess að gera verður stefnu um símatúlkun fyrir heyrnarlausa um hvort myndsímatúlkun myndi taka við og hver á að sjá um slíka þjónustu. Ég er mjög hrifinn af myndsímatúlkun og tel að þetta sé framtíðarlausnin. Þetta er mjög mikilvæg þjónusta fyrir heyrnarlausa sem er samskiptabrú á milli heyrnarlausa og heyrandi.
Símamál heyrnarlausra | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tel að heyrnarlausir vilja standa jafnfætis heyrandi í samskiptum. Sú tækniþróun sem orðið hafi í gegnum tíðina skipti heyrnarlausa miklu máli. Heyrnarlausir eiga ekki í vandræðum með að eiga samskipti hvert við annað, en vandamál skapist hins vegar í samskiptum við heyrandi. Heyrnarlausir noti sms-skilaboð mikið en ekki geti allir heyrandi tekið á móti slíkum skilaboðum. Heyrnarlausir nota líka 3G síma mikið. Margt eldra fólk hafi til að mynda ekki tileinkað sér þá tækni. Heyrnarlausir nota mikið MSN-tækni, en vissulega ekki allir. Ef heyrnarlausir ætli að hafa samband við fyrirtæki verði þeir að nota túlk.
Í fyrra var stór stund í sögu heyrnarlausra. Þá tók Síminn þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) formlega í notkun á höfuðborgarsvæðinu í byrjun september 2007 og gátu allir sem eiga 3G farsíma og skipta við Símann notfært sér það. Með 3G kerfinu geta viðmælendur séð hvorn annan á meðan þeir tala saman. Þá gáfu Síminn heyrnarlausum nýja 3G síma og voru heyrnarlausir með þeim fyrstu sem notuðu 3G símann. Myndsímtöl með 3G gerðu heyrnarlausum í fyrsta sinn kleift að tala saman á táknmáli í gegnum farsíma en hingað til höfðu farsímar einungis nýst þeim til SMS-sendinga. Þessi þjónusta hefur verið mikið notuð meðal heyrnarlausra þar sem 3G hefur verið tekið í notkun á Norðurlöndum. Þessir símar voru mjög fínir í fyrra, þá kom í ljós að svíar höfðu gert samanburð á 3G tækjum í Svíþjóð og var Motorola 3xx með besta upplausn.
En þróun heldur áfram. 3G er ekki framtíðarlausn í samskiptamálum heyrnarlausra en getur verið góð ef heyrnarlausir vilja eiga stutt spjall í gegnum 3G hvar sem þeir eru staddir. Skjárinn á 3G tækjum er lítill og hraðinn er ekki eins góð og á venjulegum myndsímum. Heyrnarlausir binda miklar vonir við að myndsíminn verði framtíðarlausnin á samskiptamálum þeirra. Myndsíminn er mjög útbreiddur í Bandaríkjunum og í nokkrum löndum í Evrópu líka. Það eru margir möguleikar með myndsímanum. Til dæmis er hægt að nota þá í venjuleg símtöl þar sem táknmálstúlkur er milliliður. Í Bandaríkjunum spretta myndsímatúlkamiðstöðvar upp eins og gorkúlur. Ef um venjulegt símtal er að ræða þá fer það þannig fram að túlkur er staðsettur í þjónustumiðstöð, heyrnarlaus hefur myndsíma og hringir bara eins og venjulega (annaðhvort í gegnum sjónvarp eða tölvu tengt við ADSL) og talar við túlkinn á táknmáli sem raddtúlkar síðan við heyrandi (viðmælanda).
Með myndsímanum fylgja margskonar möguleikar. Það er mun fljótlegra og þægilegra fyrir heyrnarlausa að geta notað myndsíma heldur en að notast við skrifuð skilaboð sem taka umtalsvert lengri tími í framkvæmd. Ný samskiptatæki fyrir heyrnarlausra er alltaf að koma á markaðinn en á sama tíma úreldast eldri tæki.