Sögulegur viðburður í Bandaríkjunum: Döff fá fast símanúmer

Undir lok júní sl. setti FCC (ísl. Bandaríska Fjarskiptastofnun) söguleg reglugerð sem breytir lífi Döff (heyrnarlausra) í Bandaríkjunum að hver og einn Döff myndi hafa 10 stafa stafræn símanúmer sem er svipað og önnur símanúmer.  Myndsímatúlkunarmiðstöð getur greint kallið sem kemur frá Döff með stafræna númerið.   

Oft er vandamálið þegar heyrandi (til dæmis einhver úr banka eða vinnuveitandi) hringir í Döff,  þá veit heyrandi stundum ekki að hann er að hringja í Döff og nær þannig ekki í sambandi ef hann hringir beint í númerið hans Döff.   Oft leysist það vandamál ef heyrandi veit að þetta er Döff og þarf að hringja í eitt númer sem er myndsímatúlkunarmiðstöð og þarf að hafa tvö símanúmer við hendina, þ.e. símanúmer sem Döff er með og símanúmer myndsímatúlkunarmiðstöð.     Annað vandamál hjá Döff er með IP númer sem getur breyst, ef skipt er um þjónustuaðila eða mótald er endurræst eða Döff eru með númer til bráðabirgða.  Nú er þetta úr sögunni. 

Kerfið virkar þannig að heyrandi þarf aðeins að muna eitt númer eða númerið hjá Döff viðmælanda.  Heyrandi eða sá sem talar talmál í símanum hringir í númerið Döff, þá tekur myndsímatúlkunarmiðstöð við og hringir áfram í Döff.  Döff svarar og sér táknmálstúlkinn á skjánum fyrir framan sig.   Þannig getur heyrandi og Döff talað án nokkurs hindrun.  Sama má segja þegar Döff er að hringja í númerið heyrandi, þá fer beiðni til myndsímatúlkunarmiðstöð og hringir svo áfram og þá sér Döff að númerið hringir hjá heyrandi og túlkurinn túlkar hvað fer á milli þeirra.   Með nýju 10 tölu stafræn númerin,  getur myndsímamiðstöð greint símtalið og bregst þannig við að túlka samtalið.  Einnig geta Döff hringt beint í neyðarnúmerið 911 (svipað 112) með nýju númerin.  Þetta er mikill bylting fyrir Döff í Bandaríkjunum.   Aðgengi Döff í Bandaríkjunum verður ennþá betri.     

Það yrði draumur ef slíkt yrði að veruleika á Íslandi.   Hér á Íslandi eru til textasímamiðstöð sem túlkar aðeins á ákveðnum tíma og í gegnum MSN.   Döff getur þannig hringt í gegnum textasímamiðstöð til heyrandi, en ekki öfugt sem er ókostur.   Greinilega erum við Íslendingar mjög aftarlega í þróun tæknimála hjá Döff notendahópi.   

Sjá slóð hér og nánari upplýsingar.

Upplýsingar um myndbandasímatúlkun í Bandaríkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært kerfi:-) við þurftum fá svona kerfinu á Íslandi

steinunn (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband