Fimm innlendir þættir textaðir í RÚV að jafnaði

textunMikið er um af sjónvarpsefni sem er sýndur án texta í RÚV-Sjónvarpinu.    Aðeins eru fimm fastir  innlendir þættir eru textaðir á 888 um þessar mundir.  Til viðbótar eru tvær stakir þættir sýndir með texta á 888 í vikunni.  Mjög margir fastir þættir eru sýndir án texta.   Ekkert sjónvarpsefni sem er sýndur í beinni útsendingu eru með texta.  Þó sjáum við að fréttaþulir eru að lesa texta af textavél og sá texti er ekki sýndur í útsendingu. 

Fastir innlendir þættir með texta á 888:

  • Spaugstofan
  • Stundin okkar
  • Út og suður
  • Kiljan
  • 07/08 bíó leikhús

Fastir innlendir þættir án texta:

  • Sunnudagskvöld með Evu Maríu
  • Kastljós (hluti af því er forunnið)
  • Sportið
  • Auglýsingar

Beinir útsendingar án texta:

  • Fréttir
  • Veður
  • Kastljós (hluti af því er forunnið)
  • Tíufréttir
  • Beinir útsendingar í íþróttum  
  • Laugardagslögin
  • Víkingalottó
  • Gettu betur
  • Silfur Egils
  • Lottó
  • Þulan
  • Aðrir þættir, t.d. ófyrirséðir þættir t.d. vegna vá eða annara
    merkilegra atburða

Það er athyglisvert að þessir þættir: Sunnudagskvöld með Evu Maríu,  Laugardagslögin, Gettu betur, Kastljós, Sportið og Silfur Egils eru endursýnd án texta. 

Man vel eftir að fyrir nokkrum árum var stefnt að texta allt endursýnt innlent efni, en svo er það ekki í dag.  Hvenær verður texti á þeim?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég skil það ekki af hverju er RVÚ svona nískspúki ! Það er mikið óréttlát í þessu stefnuna hjá þeim Rúv.. En er hægt að kæra RVÚ fyrir jafnréttindisbrot ? sem mannréttindalögbrot?

Árni Ingi jóhannesson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:06

2 identicon

Það er svo ótrúlegt og skammarlegt að þau skuli ekki reyna að gera sitt best fyrir okkur alla . Hve mörg ár í viðbót þurfum við oft að nauða og berjast fyrir þetta??? Alltaf þegar ég er í erlendi þá er alltaf textað í sjónvapi og mér líður alltaf best að geta lesið það og fylgjast með sem er að gerast t.d. fréttir eða innlendar myndir . Dauðöfunda þá öðrum löndum sem er textað innlendir. En hérna horfi ég aldrei á innlendar myndir þar sem það er ekki textað er svo rosalega mjög mikið pirrandi að geta ekkert fylgst með hvað er að gerast í landinu okkar. Maður lærir meira með því að lesa texta og auka orðaforða á málinu okkar  Við búum hérna og þurfum að geta fylgst með og vita hvað er að gerast í landinu okkar en alltaf þurfum við að frétta síðust og spyrja hvort annað hvað er ske eða um hvað eru þau að tala  er svoooo sorglegt...

Svava (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband