Heyrnarlausir og heyrnarskertir hafa lengi barist fyrir því að fá íslenskt efni textað í Sjónvarpi þ.e. fréttir, fræðslu- og skemmtiefni. Tíu prósent Íslendinga eru heyrnarlausir eða svo heyrnardaufir að þeir geta ekki notið talaðs máls í útvarpi né sjónvarpi. Þetta gerir þá óörugga og stuðlar með öðru að meiri einangrun en þyrfti að vera. Þess vegna er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi jafnt aðgengi allra landsmanna að því efni sem flutt er í sjónvarpi.
Textað efni í Sjónvarpinu er mun sjaldgæfa en var fyrir nokkrum árum. Þetta er slæm þróun fyrir heyrnarlausra. Allt erlent efni eins og fræðslumyndir var textað fyrir tuttugu árum. Nú eru allir slíkir þættir með íslensku talmáli. Þar með geta heyrnarlausir og heyrnarskertir ekki notið þess.
Í fyrrakvöld var sýndur fræðslumynd Bláa búddamyndin í Rússlandi í RUV-Sjónvarpi sem er erlend en var með raddþul á íslensku og enginn texti með því. Það er hinn óskiljanlega tíska að taka erlendar heimildarmyndir, henda út upprunarlega þulinum og láta í staðinn einhvern Íslending tala. Hvílík og önnur eins sóun á mannauði og peningum er líka sóað í talsetningu og hluti þjóðarinnar getur ekki notið þáttanna fyrir vikið.
Í Bandaríkjunum eru til lög um að allt sjónvarpsefni skuli vera textað. Fréttir eru textaðir í beinni útsendingu, þá er notaður rittúlkur, sem skrifar allt sem sagt er. Margar Sjónvarpsstöðvar eru í Bandaríkjunum og er texti á þeim öllum. Í Bretlandi er gífurleg aukning á textun á sjónvarpsefni á síðustu 15 árum. Nú er 99% sjónvarpsefnis textað á BBC1 og 97% á BBC2.
Í dag er ódýrari og auðveldari að sýna texta með öllu sjónvarpsefni. Það er lítið mál að setja texta. Tækni er orðið betra en svo virðist að texti er ekki sjálfsagður hlutur í sjónvarpsstöðvum og því verður að breyta. Núna er tískuorðið "aðgengi fyrir alla" sem allir vilja nota. Hvers vegna höfum við ekki sama aðgengi og aðrir að sjónvarpi? Þeir hafa útvarpið og sjónvarpið. Við höfum bara myndir og táknmálsfréttirnar og allt hitt fer fram hjá okkur.
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þessu umræðunni, við heyrnarlausri erum búnar að vera reyna berjast réttindi okkar til að fá aðgengi textun fyrir sjónvarpi og það er ekkert enn gert í þessu máli og mér fannst sorgarlegt að við fáum enga tækifæri eins og aðrir erlendar sem heyrnarlausir fá fullan aðgengi.
Steinunn (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.