Heyrnarlaus og saklaus í fangelsi í 18 ár í Noregi

Norðmenn eru hneykslaðir.  Fritz Moen sem er heyrnarlaus maður sat í fangelsi í 18 ár fyrir tvö morð, sem hann framdi ekki.   Árið 1978 var hann dæmdur í 20 ára fangelsi.   Árið 2006 viðurkenndi annar maður á dánarbeði um að hann væri sekur um morðin tvö.  En þar áður vaknaði grunur um að að Fritz sé saklaus og unnu tveir lögfræðingar hans um að mál hans yrði tekið upp sem var samþykkt.

Í ljós kom að æpt og öskrað var á Fritz við yfirheyrslur, sem leiddi til að Fritz játaði á sig morðin tvö, af því hann var skelfingu lostinn og játað af einskærum ótta.  Fritz fékk ekki táknmálstúlk við réttarhöldin og var þetta eins og þoka fyrir honum og greinilega mannréttindi brotin á honum.  Fritz var svo sýknaður fyrir annað morð árið 2004 og svo hitt morðið árið 2006.   En Fritz dó árið 2006.   Blessuð sé minning hans.

Frétt hér frá Noregi.


mbl.is Norskir dómarar hugsanlega fyrir ríkisrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, djöfullur... ekki hlustað á döff.

Haukur Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband