Færsluflokkur: Matur og drykkur

Kínverskur matur: Appelsínukjúklingar

Þeir sem hafa bragðað kínverskan mat í Bandaríkjunum hafa eflaust uppgötvað að kínverskur maturinn þar er svolítið öðruvísi en kínverskur matur á Íslandi.  Ekki er kínverskur matur eins í Kína heldur.  Í Bandaríkjunum fékk ég mér oft "Orange Chicken" sem fékkst alls staðar í kínverskum veitingarhúsum í Bandaríkjunum.  Hann er mjög góður en getur verið of sætur, og þá er bara um að minnka sykur eða nota frekar appelsínusafa.  Ég mæli með honum.  Hér er ein uppskrift fyrir sex manns að því sem ég hef verið að þróa.  Hann svíkur engan.

1 kíló úrbeinað kjúklingarlæri eða kjúklingabringur
1 egg
1-1/2 tsk salt
Hvít pipar
1 msk olía
1/2 bolli hveiti
Olía fyrir steikingu 
1 msk. engiferrrót (saxaður)
1 tsk saxaður hvítlaukur
1 rauður chiles saxaður (rauður pipar)
1/4 bolli saxaður graslaukur
1 msk sherrý 
1/4 bolli vatn 
1 tsk sesame olía

Appelsínusósa:
1-1/2 msk. soya sósa
1-1/2 msk. appelsínusafi (má vera vatn)
5 msk. sykur eða 5 msk appelsínumarmelaði
5 msk. hvítt edik
3 msk fínt rifinn appelsínubörkur

Aðgerð:

  1. Skerið kjúklinga í bita og setjið í stór skál. 
  2. Hrærið egg, salt, pipar, og 1 msk olíu saman.   Setjið kjúklinga í þetta.
  3. Setjið hveiti í skál.   Þekja kjúklinga vel í hveiti.   
  4. Hitið olíu fyrir djúpsteikingu (ég nota olífuolíu og ekki mikið) í wok pönnu.  Setjið kjúklinga, smátt og smátt saman við og steikið í 3-4 mínútur þar til þetta verður gult brúnt. 
  5. Fjarlægið kjúkling og setjið á eldhúspappír.   
  6. Þvoið wok pönnuna og hitið í 15 sekúndur í háum hita.  Setjið 1 msk. olíu.  Blandið saman við engiferrrót og hvítlauk og það steikt. Bætt við saxaður rauð pipar og graslauk.   Setjið sherrý saman við og hrærið í 3 sekúndur.  Bætið við 1 tsk sesame olíu og smávegis olíu ef vantar aðeins olíu. 
  7. Blandið Appelsínusósu saman við og hitið upp að suðu.  Bætið við kjúklingar sem er búið að steikja saman við og blandið vel saman.  Hitið vel þar til sósan er þykk.   Berið fram strax. 
  8. Gott er að setja rifinn appelsínubörkur í sósuna fyrir meira bragð.   Þetta er borið fram með soðnum hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu!  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband