Færsluflokkur: Bloggar

Gleðileg jól

Ég vil óska öllum lesendum á bloggsíðuna mína, gleðilegs jóls. Vona að þið hafið það gott um jólahátíðina.

Séð árið á 40 sekúndum

Nú er árið 2008 liðið og nýtt ár 2009 tekur við.     Ég rakst á skemmtilega mynd sem er má kalla "árið á 40 sekúndum".  Það er gaman að sjá hvernig landslagið breytist á 40 sekúndum og þar er vor, sumar, haust og vetur eða sem sagt allar árstíðir horft á sama stað.   Hér er slóðin

Árið 2008 senn á enda

Við lok ársins 2008 er margt að minnast frá árinu sem er að líða.      Ég myndi minnast helst á ástandið sem er búið að vera hér á Íslandi síðustu þrjá mánuði ársins.   Þetta var óvissuástand,  fjöldi manns misstu vinnuna, verðbólgan varð mikil, lánin hækkuðu og fleira má telja upp.  Þetta er dapurlegt tímabil sem ég vona að við upplifum ekki það aftur.  Svo má minnast á þegar Íslenska landsliðið karla í handbolta vann silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Kína.    Landsliðið sýndi mikil afrek.  

Hvað varðar mig sjálfan var ég á skólabekk á árinu 2008.   Er núna meistaranemi við Háskóla Íslands og stundaði nám á vormisseri og haustmisseri.  Námið hefur gengið mjög vel og hef ég lært mikið í náminu.  Ég byrjaði að blogga í febrúar 2008 og hef bloggað aðallega um textun og táknmál og minnst aðeins um heyrnarlausa þegar er talað um þá í fjölmiðlum.  Í maí 2008 fór ég til Hawaii og borgaði ekkert neitt í flugið nema tíu þúsund krónur í flugvallaskatt.  Það kom mér á óvart hversu amerískt var í Hawaii.   Þetta var skemmtilegt ferðalag og yndislegt að vera þar.   Ég flaug þá í samtals um 36 tímar með mörgum flugvélum.     Sumarið 2008 var mjög gott, veðrið var mjög gott og margt skemmtilegt að gera hér á Íslandi.    Fór í Skaftafell og svo til Egilsstaða.   Sá Kárahnjúkavirkjun sem er risastórt.   Landslagið á Ísland er mjög fjölbreytt og gaman að virða það fyrir sér.   Fór til Dalvíkur á fiskidaginn mikla.  Mamma mín átti 75 ára afmæli og aftur fór ég til útlanda og þá til Englands með fjölskylduna til að fagna afmæli hennar í ágúst.   Við vorum í Cornwall sem er mjög fallegur staður og var eins og að hverfa aftur í tímann.  Þetta var mjög notalegt.  Í húsinu sem við vorum í sem var reyndar vel yfir 100 ára gamalt,  brakaði gólfið þegar ég gekk um á efri hæðina.  Svo var plantað nokkrum trjám í landinu mínu.       

Núna í janúar 2009 hefst vinnan við meistararitgerðina mína.  Það verður nóg að gera í því og því stefni ég að því að útskrifast með meistaragráðu á nýja árinu.  Hvað tekur svo við er óráðið.  Það verður bara spennandi á árinu 2009 og er ég hæfilega bjartsýnn.  

Þessi bloggfærsla er síðasta bloggfærslan mín á árinu 2008.   Ég vil færa lesendum bloggsíðuna mína og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða.  Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða.   Vonandi verður nýja árið okkur öllum gjöfult og gott! Hafið þið það gott á nýju ári. 


Gleðileg jól

Ég vil óska öllum lesendum á bloggsíðuna mína, gleðilegs jóls.   Vona að þið hafið það gott um jólahátíðina.  


Döff leikhús á Degi heyrnarlausra

ViðtaliðÍ tilefni af Degi heyrnarlausra mun Draumasmiðjan sýna "Viðtalið" í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.  Sýningin er döff leikhús, en stór hluti hennar fer fram á táknmáli en hún er þó skiljanleg öllum heyrandi.   Sýningin var frumsýnd í mars 2006.   Ég sá leikritið og var mjög hrifinn af því.  Sýningin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var sýnd.   

Þetta er frábært leikrit um samskipti móður (heyrandi) og dóttur (heyrnarlaus) sem eru að fara í viðtal og það má segja að þær hafi aldrei spjallað saman, þar sem móðirin talar ekki táknmál.   Í viðtalinu er boðaður táknmálstúlkur og þegar blaðamaðurinn er seinn byrja þær mægður að spjalla saman og þá kemur ýmislegt í ljós.   Leikritið Viðtalið er bæði fyrir heyrnarlausa og heyrandi, þar sem notað er bæði táknmál og raddmál.  

Viðtalið var fyrst sýnd í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið,  síðan hefur þetta verið sýnt á Akureyri í tengslum við Alþjóðlegu leiklistarhátíð heyrnarlausra í samstarfi við Norrænu menningarhátíð heyrnarlausra og svo í Reykjavík.   Þeir sem eiga eftir að sjá Viðtalið, ættu að fara að sjá hana, þar sem þetta er allra síðasta sýning þess. 


mbl.is Döff-sýning í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðholtsdagar og Döff listamenn

Halldór GarðarsonÍ gær voru Breiðsholtsdagar settir og verður boðið upp á fjölbreytta hátíðardagskrá í hverfinu fram á laugardag.  Því miður komst ég ekki á hana.  En í tengslum við hátíðina voru þrír Döff listamenn með sýningu,  Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, Kolbrún Hreiðarsdóttir og Halldór V. Garðarsson.   Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans opnuðu myndlistasýning þeirra.  Breiðholtsdagar hófst með myndlistasýningu.  Í Sjónvarpinu í gærkvöldi var sýnt frá opnun myndlistasýningu.  Þar var tekið stutt viðtal við Halldór V. Garðarsson sem hefur málað síðastliðið tvö ár.  Hann sækir hugmyndir í sjóinn og sveitina.    Ég óska þeim myndlistamönnum til hamingju með sýninguna.  Sjá frétt www.ruv.is hér


Sögulegur viðburður í Bandaríkjunum: Döff fá fast símanúmer

Undir lok júní sl. setti FCC (ísl. Bandaríska Fjarskiptastofnun) söguleg reglugerð sem breytir lífi Döff (heyrnarlausra) í Bandaríkjunum að hver og einn Döff myndi hafa 10 stafa stafræn símanúmer sem er svipað og önnur símanúmer.  Myndsímatúlkunarmiðstöð getur greint kallið sem kemur frá Döff með stafræna númerið.   

Oft er vandamálið þegar heyrandi (til dæmis einhver úr banka eða vinnuveitandi) hringir í Döff,  þá veit heyrandi stundum ekki að hann er að hringja í Döff og nær þannig ekki í sambandi ef hann hringir beint í númerið hans Döff.   Oft leysist það vandamál ef heyrandi veit að þetta er Döff og þarf að hringja í eitt númer sem er myndsímatúlkunarmiðstöð og þarf að hafa tvö símanúmer við hendina, þ.e. símanúmer sem Döff er með og símanúmer myndsímatúlkunarmiðstöð.     Annað vandamál hjá Döff er með IP númer sem getur breyst, ef skipt er um þjónustuaðila eða mótald er endurræst eða Döff eru með númer til bráðabirgða.  Nú er þetta úr sögunni. 

Kerfið virkar þannig að heyrandi þarf aðeins að muna eitt númer eða númerið hjá Döff viðmælanda.  Heyrandi eða sá sem talar talmál í símanum hringir í númerið Döff, þá tekur myndsímatúlkunarmiðstöð við og hringir áfram í Döff.  Döff svarar og sér táknmálstúlkinn á skjánum fyrir framan sig.   Þannig getur heyrandi og Döff talað án nokkurs hindrun.  Sama má segja þegar Döff er að hringja í númerið heyrandi, þá fer beiðni til myndsímatúlkunarmiðstöð og hringir svo áfram og þá sér Döff að númerið hringir hjá heyrandi og túlkurinn túlkar hvað fer á milli þeirra.   Með nýju 10 tölu stafræn númerin,  getur myndsímamiðstöð greint símtalið og bregst þannig við að túlka samtalið.  Einnig geta Döff hringt beint í neyðarnúmerið 911 (svipað 112) með nýju númerin.  Þetta er mikill bylting fyrir Döff í Bandaríkjunum.   Aðgengi Döff í Bandaríkjunum verður ennþá betri.     

Það yrði draumur ef slíkt yrði að veruleika á Íslandi.   Hér á Íslandi eru til textasímamiðstöð sem túlkar aðeins á ákveðnum tíma og í gegnum MSN.   Döff getur þannig hringt í gegnum textasímamiðstöð til heyrandi, en ekki öfugt sem er ókostur.   Greinilega erum við Íslendingar mjög aftarlega í þróun tæknimála hjá Döff notendahópi.   

Sjá slóð hér og nánari upplýsingar.

Upplýsingar um myndbandasímatúlkun í Bandaríkjunum.


Heimsins fyrsta ópera á táknmáli: Íslendingur í aðalhlutverki

Kolbrún Ópera Kolbrún Völkudóttir hefur tekið þátt í óperu á táknmáli í Finnlandi.  Kolbrún bjó í Svíþjóð og Finnlandi síðastliðið vetur, þar sem hún var fyrst í leiklistarnámi í Svíþjóð.  Hún fékk vinnu í Finnlandi í aðalhlutverki í heimsins fyrsta óperu heyrnarlausra og verður nóg að gera hjá henni.   Hópurinn fer til Úkraníu að sýna þar í haust og á næsta ári verður farið til Bandaríkjanna og Kanada að sýna.    Óperan á táknmáli hefur vakið mikinn athygli í heiminum og hafa fréttir um þetta birst.   Það er gaman að vita að íslendingur heyrnarlaus var í aðalhlutverki og tók þátt í táknmálsóperuna.     Heyrnarlausir geta allt nema heyrt.  Það er orð að sönnu.   Ég vil óska Kolbrúnu til hamingju.     

Sjá fréttir:  UsaToday / Reuters 


Bætt aðgengi fyrir heyrnarlausa í flugi

Inni í flugvél

Það er tímabært að sett hefur verið reglugerð um vernd og aðstoð við fatlaða farþega í flugi.  Það þýðir að rekstraraðilar flugvalla og flugrekendur veiti þessum farþegahópi nægilega aðstoð og sporna þannig gegn mismunun gagnvart þeim.  Reglugerðin tekur til flugs innan landa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.  

Þetta nær líka til heyrnarlausa.   Heyrnarlaus farþegi getur látið vita af sér við pöntun flugfars.   Þurfa heyrnarlausir að fá aðstoð?   Svarið er já.   Aðallega eru upplýsingar sem heyrnarlausir þurfa að fá á flugvöllum og um borð í flugvélum á aðgengilegu sniði. 

Hér er dæmi:  Á Reykjavíkurflugvelli er farþegum kallað út í flugvélar.  Þar eru skjáir sem voru ekki alltaf uppfærðir.   Það eru dæmi um að heyrnarlaus farþegi vissi ekki um að kallað sé út í vél hans.   Hér þurfa starfsmenn að láta farþegann vita af þessu.  

Sennilega verður tækni meiri í framtíðinni þegar komið er upp "Airshow" og/eða einstaklingsskjá sem sýnir flugtímann o.s.frv. 

Ef eitthvað er að, þá þarf að tilkynna til Flugmálastjórnars Íslands og þar geta heyrnarlausri leitað réttar síns.  

Frétt Samgönguráðuneytis.
mbl.is Fatlaðir fljúgi áreynslulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræðsla óaðgengileg fyrir heyrnarlausra í dag?

ScreenHunter_01 Jul. 28 10.34Í síðustu viku var ég á ferðalagi á suður og austurlandi.    Fyrst gistum við í Skaftafelli.   Þá komum við í Skaftastofu og var þar ýmis fróðleikur að finna um Þjóðgarðinn.   Þá var sýndur myndband um gosið í Vatnajökul árið 1996 sem heita: "Gosið í Gjálp og Skeiðarárhlaupið 1996" stytt útgáfa af mynd sjónvarpsmannanna Páls Benediktssonar og mynd Magnúsar Magnússonar "Náttúra Skaftafells".  Hann var sýndur ótextað.   Ég nennti því ekki að horfa á myndina þar sem mér finnst leiðinlegt að sjá myndina án texta þegar þulur er bakvið myndina.  Hún er því óaðgengileg fyrir heyrnarlausa.    Þjóðgarður er fyrir alla og er opinn öllum.  Hann á að vera aðgengilegur.   

Tveimur dögum síðar var ég á ferð um Kárahnjúkavirkjun.     Stoppaði í Végarði í Fljótsdal sem er gestastofa Landsvirkjuna.  Hægt er að fræðast um framkvæmdir á svæðinu, byggingu Kárahnjúkavirkjunar í máli og myndum, skoða líkan af svæðinu og ýmislegt fleira.  Þar var sýndur myndband um Kárahnjúkavirkuna, og ég tók eftir að hægt væri að velja íslensku, ensku og eitt annað tungumál.  Ég sá að maðurinn ýtti á íslensku en þar var enginn texti á því sem gæti gagnast heyrnarlausum og heyrnarskertum.   Ég fann að ég hafði ekkert gagn af þessu.   Þetta er líka óaðgengileg fyrir heyrnarlausa. 

Fyrir hverja er myndböndin?  Er hún bara fyrir heyrandi?  Þurfa heyrnarlausir ekki að láta í sig heyra?   Allavega mun ég ekki sætta mig við þetta.   Ég gerir eitthvað í málinu.    

Ég veit að Þingvellir eru með fræðslustofu og þar er textað sem er mjög gott mál og vona að fleiri opinber stofnanir og þjóðgarðar og aðrir taki Þingvellir sér til fyrirmyndar. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband