Í fréttum í ruv.is kom fram að heyrnarmæla þarf öll nýfædd börn. Heyrnarmælingar hjá börnum fara fyrst skipulega þegar börnin eru í 6 ára bekk. Yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands segir að það sé of seint, því heyrnarskert barn sem fær ekki aðstoð, missi talsþroska og geti þjáðst félagslega. Frá því í apríl í fyrra hefur verið unnið tilraunaverkefni hjá HTÍ og landsspítalans þar sem nýfædd börn eru heyrnarmæld. Í fréttinni kom fram að þrjú nýfædd börn hafa greinst mjög heyrnarskert.
Í fréttablaðinu í dag var stutt viðtal við Margrét Gígju Þórðardóttur starfsmann í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hún segir að ...
Það ætti að leyfa öllum heyrnarskertum börnum að verða tvítyngd með íslensku og táknmál sem sín móðurmál.
og er sammála um að nauðsynlegt að greina heyrnarlaus börn fyrr. Margrét Gígja bætir við í fréttinni að ...
Það er þó ekki nóg að börnin fái heyrnartæki eða kuðungsígræðslu. Við verðum að muna að börnin heyra samt ekki allt. Því getur táknmálið hjálpað þeim, sér í lagi ef heyrnin versnar með aldrinum." Hún segir getu í táknmáli auk þess bæta kunnáttu þeirra í íslensku.
Ég er Margréti Gígju alveg sammála. Nauðsynlegt er að kenna heyrnarskertum börnum táknmál og fjölskyldum þeirra líka. Eins og ég nefndi í síðasta blogginu mínu að það er betra kostur fyrir börnin að læra táknmál sem myndi styrkja þá á lífsleiðinni. Börnin yrðu tvíyngd og hefðu val á hvaða mál myndu þau nota síðar.
Íslensk stjórnvöld þurfa að viðurkenna táknmál sem móðurmál heyrnarlausra.
Fréttin á ruv.is
Athugasemdir
Hjartanlega sammála hjá Margréti Gigju :-)
steinunn (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:16
hæhæ!
Já Gígja var búin að skrifa fullt af greinum en þau í fréttablaðið gátu ekki tekið öll þannig að það hefur minnkað mjög mikið og var bara pínu lítið í staðinn sem er sorglegt þar sem þau geta ekki birt svona stórt grein. En hún hafði samband við mogga og það verður þar bráðum fljótlega svo þá er jú meira sagt en var í Fréttablaðinu þá vitið þið um það ok...
Svava (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:48
ok ég bið þá lesa í mogganum :-)
steinunn (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.