Kvikmyndin 101 Reykjavík með texta eða ei ?

Um daginn fékk ég lánað kvikmyndina 101 Reykjavík á DVD diski úr bókasafni.   Þetta er íslenskt kvikmynd sem er eftir Baltasar Kormák, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason.   Hún var framleidd á árinu 2000.   Á DVD diskinu kom fram að myndin sé með íslenskan texta, enskan texta, norskan texta.  Þetta var stórfínt og hlakkaði ég til að horfa á myndina og valdi íslenskan texta. 

Íslenskur texti:  Í byrjun myndarinnar er sonur og móðir að tala saman á íslensku.   Þá var enginn texti.  Eftir um skamma tíma kemur kona í heimsókn sem tala annað mál en íslensku og kom þá texti.  Síðar fer sonurinn að hitta félaga sína og dettur íslenskur textinn niður.  Það var skrítið.   Svo ég gafst upp og ákvað að skipta um texta yfir á ensku.   

Enskur texti:  Í byrjun myndarinnar er sonur og móðir að tala saman á íslensku.   Þá var texti.  Eftir um skamma tíma kemur kona í heimsókn sem tala annað mál en íslensku og dettur textinn þá niður.  Síðar fer sonurinn að hitta félaga sína og kemur textinn aftur upp.  Það var skrítið.   Svo ég gafst upp og ákvað að skipta um texta yfir á norsku.

Norskur texti:  Í byrjun myndarinnar er sonur og móðir að tala saman á íslensku.   Þá var texti.  Eftir um skamma tíma kemur kona í heimsókn sem tala annað mál en íslensku og er textinn áfram.  Síðar fer sonurinn að hitta félaga sína og er ennþá textinn.  Þá horfði ég á bíómyndina með norskum texta sem var textaður allan tímann.  Sennileg hefð textinn dottið niður ef talmálið væri norska.    

Niðurstaðan:  Myndin er óaðgengileg fyrir heyrnarlausa.  Ef íslenskan er töluð, er ekki boðið upp á íslenskan texta og sömuleiðis ef talmálið er enska eins og kom fram sums staðar á myndinn þá kom íslenskur texti.   Þetta er skrítin hugsun, þar sem ekkert er gert ráð fyrir að heyrnarlausir og heyrnarskertir myndu horfa á myndina.  Hefur enginn mótmælt þessu á sínum tíma?  Það væri fróðlegt að vita hvort nýju myndirnar væru með fullan texta.  Nú er árið 2008 og hugsun er um aðgengi fyrir alla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg óþolendur og alveg rusl.  Það er eins og spennusögu bók og vantar nokkra blaðsíður á milli sem hefur rífið burt og ekki hægt að lesa alla sögu.  Hvernig datt útgefandi í hug að gefa út DVD að texta að hluta sem er ekki aðgengur  fyrir alla.

Borgarbóksafn ætti að banna gefa út íslenska DVD sem ekki textað að fulla. Þá ég mótmæla að borgarbókasafn að kaupa íslensk efni kvikmynd´DVD.

Það ætti að skrifa bréf til Félag heyrnarlausra, útgefandi, bókasöfn og í fjölmiðla um þetta.

Haukur Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:56

2 identicon

Muniðið eftir því þegar Djöflaeyjan var sýnd í bíói með íslenskum texta fyrir nokkrum árum?

Núna er til dvd með myndinni með enskum og þýskum texta en hvergi bólar á íslenska textanum, sem þó er til!

Hneyksli! 

Selma Kaldalóns (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband