Einstök mamma nefnist bók, sem er eftir Bryndís Guðmundsdóttur og bókin kom út í nóvember 2007. Bókin fjallar um Ásdísi og Óla sem eiga mömmu sem er heyrnarlaus. Bókin er byggð á stuttum sögum og myndbrotum úr lífi Ásdísi (6 ára) um 1965 sem á heyrnarlausa móður og sýnir reynsluheim Ásdísar. Tilgangur með söguna er að auka skilning og vekja börn til umhugsunar um að ekki séu allir foreldrar eins. Hervör Guðjónsdóttir, móðir Bryndísar er heyrnarlaus og talar táknmál. Bryndís miðlar af eigin reynslu í bókinni. Ekki hefur gerst áður á Íslandi að barn heyrnarlausra hefur skrifað bók sem tengir heyrnarlausa og heyrandi með sögum. Bryndís er því brautryðjandi á þessu sviði. Viðbrögð við bókina hefur verið mjög góð. Bókin hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum í nóvember sl. og nokkur viðtöl tekin við Bryndísi. Það er mjög ánægjulegt að bók sem fjallar um heyrnarlausa hefur fengið barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og er það mikill heiður. Ég óska Bryndísi innilega til hamingju með verðlaunin.
Fær barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ánægður með bókinni hennar Bryndísar.
Kristinn, þú getur farið að skrifa barnabók. Aldrei að vita að þú fáir verðlaunin fyrir þvi. Það verður annar brauðryðjandi þar sem fyrsti heyrnarskertur rithöfundi sem kann táknmál. Ég var að spá í þvi einhvern tima að gera það og ælta að gera það í einhvern tima í framtið.
Árni
Árni Ingi jóhannesson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.