Færsluflokkur: Lífstíll
23.9.2008
Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala
Ég rakst á skemmtilega frétt í visir.is undir fyrirsögnina "Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala", þar sem farsímanotendur í Bandaríkjunum nota meira SMS skilaboð en þeir tala í símann. Að meðaltali sendi Bandaríkjamaður 65 SMS skilaboð á mánuði árið 2006, en nú er fjöldi skilaboða 357 á mánuði á árinu 2008. Fyrst voru SMS skilaboð vinsæl í Asíu og Evrópu vegna þess að víða þar var ódýrari að nota SMS en að tala í símann.
Nú er verið að bjóða upp á ódýra SMS-áskrift þar sem er ótakmarkað fjöldi SMS skilaboð fyrir aðeins 1.800 mánuði í Bandaríkjunum. Verður það í boði á Íslandi ?
Fréttin á visir.is
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)