Heyrnarlaus Íslandsmeistari kvenna í keilu

Anna Kristín og Sigurður Björn Íslandsmeistarar í keiluAnna Kristín Óladóttir æfir og keppir í keilu með Keilufélagi Keilu.  Í fyrrakvöld varð hún Íslandsmeistari kvenna með forgjöf í keilu.    Anna er heyrnarlaus og þetta er glæsilegt afrek hjá henni.  

Það er mjög einstakt að heyrnarlaus einstaklingur verði Íslandsmeistari í einhverju íþróttagrein.  Ég man ekki eftir að það hafi gerst áður.   Því má segja að Anna hefur brotið blað í íþróttasögu heyrnarlausra á Íslandi.   

Þetta er í fyrsta sinn sem Keilufélagið Keila, KFK, eignast Íslandsmeistara í einstaklingsflokki, en aðeins eru rétt rúm fjögur ár síðan félagið var stofnað.  Anna hefur æft og keppt í keilu í mörg ár. Þetta er glæsilegt hjá henni og gaman að frétta af góðu gengi hjá heyrnarlausum.    

Ég vil óska Önnu Óladóttur innilega til hamingju með tiltilinn. 

Sjá frétt hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg hjá henni enda mjög góðar árangur með keilukeppni.

Steinunn (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:30

2 identicon

Já, ég er rosalega montin af henni ;)
Frábær árangur hjá henni..... áfram Anna! ;)

Sólrún Birna (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband