Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar sögðu upp samningi við TR

Í fréttum ruv.is í gær kom fram að móðir tveggja heyrnarlausra barna greiðir tæpar 38.000 krónur á mánuði fyrir þjónustu talmeinafræðinga. Fyrir einu ári borgaði hún tvöfalt minna.

Talmeinafræðingar sögðu upp samningi við Tryggingastofnun haustið 2007 og í kjölfar hækkaði gjaldskráin þeirra. Deilan talmeinafræðinga við Tryggingastofnun er afar flókin er sagt í fréttinni.

Talmeinafræði er löggilt starfsheiti, þeir sem hafa fengið leyfi frá Heilbrigiðsráðuneytinu geta einir starfað sjálfstætt sem talmeinafræðingur. Talmeinafræðingar vinna í nánu samstarfi við kennara, lækna og aðrar uppeldis-og heilbrigðisstéttir. Talmeinafræðingar og talkennarar beita mismunandi aðferðir sem er eintaklingsbundið og byggist á nákvæmri greiningu. T.d. getur verið að styrkja talfæri, leiðrétta framburð, lagfæra tunguþrýsting, draga úr raddvandamálum, draga úr stami og draga úr þvoglumæli.

Frétt frá ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ekki gott mál

Steinunn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband